Hætt við að leika transmann eftir mótmæli

Halle Berry vildi leika trans karl.
Halle Berry vildi leika trans karl. AFP

Halle Berry hefur beðist afsökunar á því sem hún sagði eftir að hafa gefið það upp að hún væri að íhuga að leika trans karl í nýrri kvikmynd. Margir mótmæltu orðalag hennar og hugsunarhátt og hefur hún í kjölfarið hætt við að fara með hlutverk trans karls.

„Ég hafði tækifæri til þess að endurskoða afstöðu mína eftir að hafa íhugað að leika hlutverk trans karls. Ég vil biðjast afsökunar,“ sagði Berry sem segist nú ekki ætla að taka að sér þetta hlutverk.

„Ég er þakklát fyrir leiðsögn undanfarinna daga og ég mun halda áfram að hlusta, meðtaka og læra af þessum mistökum. Ég skil núna að ég sem sís kona hefði ekki átt að íhuga að taka að mér þetta hlutverk. Trans samfélagið á að hafa tækifæri til þess að segja sínar eigin sögur,“ sagði Berry.

Berry sagði í viðtali við Christin Brown á Instagram að hún vildi leika trans karl, manneskju sem hafði áður verið kona en væri nú karl. „Hún er persóna í verki sem ég elska og ég gæti hugsað mér að leika. Mig langar að upplifa þennan heim og skilja hann. Það hver þessi kona var er svo áhugavert, og það verður líklega mitt næsta hlutverk og ég þarf þá að klippa af mér allt hárið,“ sagði Berry en hún bætti við að sagan í kringum persónuna væri „kvennasaga“. „Mér finnst mikilvægt að segja sögur og þetta er kona, þetta er kvennasaga. Það breytist í karl en ég vil skilja hvernig og afhverju,“ sagði Berry. 

Trans aktívistar hafa bent á að ekki sé um kvennasögu að ræða, heldur þvert á móti sé sagan um karlmann. Þá hafa þeir gagnrýnt ofuráherslu hennar á líkamlegu breytinguna. Sjálf breytingin sé ekki aðalpunkturinn heldur aðeins lítill hluti af ferlinu. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er í mörg horn að líta hjá þér bæði í leik og starfi. Stuðið felst í að láta það virðast auðvelt.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er í mörg horn að líta hjá þér bæði í leik og starfi. Stuðið felst í að láta það virðast auðvelt.