Ringo Starr áttræður í dag

Ringo Starr er áttræður í dag.
Ringo Starr er áttræður í dag. AFP

Bítillinn Ringo Starr fagnar 80 ára afmæli sínu í dag. Afmælisveisla hans verður með óhefðbundnu sniði þetta árið en síðastliðin 12 ár hefur hann boðið vinum sínum til friðar og kærleikssamkomu. 

Vegna kórónuveiruheimsfaraldursins hefur Starr ákveðið að flytja samkomuna yfir í netheima. 

„Ég á stórafmæli, ég er að verða 80 ára. En ég ætla að halda upp á afmælið með öðrum hætti þetta árið, samanborið við síðastliðin 12 ár, þar sem ég bauð til friðar og kærleikssamkomu í hádeginu,“ sagði Starr í viðtali við BBC í gær. 

Hefðin mótaðist árið 2008 þegar hann bauð 100 manns í afmælið sitt á Hard Rock í Chicago. Starr sjálfur spilar venju samkvæmt á tónleikunum ásamt vinum sínum. 

Paul McCartney mun taka þátt í afmælisfögnuði Ringo Starr.
Paul McCartney mun taka þátt í afmælisfögnuði Ringo Starr. Chip East

Friðar og kærleikssamkoma Starr verður sem fyrr segir í netheimum í dag og á stokk munu stíga Sir Paul McCartney, Joe Walsh, Ben Harper, Sheryl Crow, Gary Clark Jr og Sheila E. Tónleikarnir verða til styrktar Black Lives Matter hreyfingunni, The David Lynch stofnunarinnar og MusiCares og WaterAid. 

Hinn áttræði Starr segir í viðtalinu að lífið hafi farið mjúkum höndum um hann og hann sé þakklátur fyrir allt. 

„Ég á átta barnabörn og eitt barnabarnabarn. Lífið hefur verið gott. Og við höldum áfram því við þurfum ekki að setjast í helgan stein, við getum bara haldið áfram eins lengi og við getum. Og hyggst halda áfram töluvertu lengur en til 80 ára aldurs,“ sagði Starr. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert oft varaður við því að láta ekki tímann renna þér úr greipum. Ekki halda áfram að gera og segja hluti endurtekið einungis vegna venjunnar.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert oft varaður við því að láta ekki tímann renna þér úr greipum. Ekki halda áfram að gera og segja hluti endurtekið einungis vegna venjunnar.