Depp segir Heard vera siðblinda

Depp segist aldrei hafa beitt konu ofbeldi en lýsir gegndarlausri …
Depp segist aldrei hafa beitt konu ofbeldi en lýsir gegndarlausri eiturlyfjanotkun í gegnum tíðina. AFP

Réttarhöld Johnny Depp gegn The Sun halda áfram í dag. Depp höfðar málið vegna frétta Sun um að hann hafi beitt fyrr­ver­andi eig­in­konu sína, Am­ber Heard, of­beldi. 

Hann hefur meðal annars verið sakaður um að gefið henni kinnhest þrisvar sinnum þegar hún hló að húðflúri hans Wino Forever. Depp kvaðst ekki muna eftir neinum slíkum átökum.

Johnny Depp fór hörðum orðum um fyrrverandi eiginkonu sína Amber Heard við vitnaleiðslur í réttarhöldum hans gegn The Sun. Hann segir Heard hafa beitt sig viðvarandi ofbeldi í hjónabandinu og hafi aðeins gifst honum til þess að koma sjálfri sér á framfæri. 

Depp sagði frá því hvernig hann ákvað að skilja við hana eftir að hún hafði hægðir í rúmið hennar. Þá segir hann leikkonuna hafi beitt sig viðvarandi ofbeldi í hjónabandinu. 

Sýnt var myndband þar sem þau eru í eldhúsinu og Depp sparkar í og skellir skápahurðum. Þá sést hvernig hann hellir sér í glas af rauðvíni og virðist kasta vínflöskunni í gólfið og öskra á Heard. Depp sagði við réttarhöldin í gær að þarna hefði hann sýnt ofbeldi í garð skápahurða en hefði ekki ráðist á Heard.

Þá lýsti Depp Heard sem narkissískum siðblindingja sem giftist honum bara til þess að koma sjálfri sér á framfæri. Hún á að hafa sagt öryggisverði Depps að hann væri feitur gamall karl og að hún skildi ekki hvers vegna hún giftist honum.

Við vitnaleiðslur hélt Depp því til streitu að hann hefði aldrei verið ofbeldisfullur en játaði að hafa prófað öll möguleg eiturlyf frá unga aldri. Hann opnaði sig um ofbeldi sem hann varð fyrir í æsku og sagði að eiturlyf hjálpuðu honum að takast á við sársaukann. Þegar hann varð faðir sór hann þess eið að ala börn sín upp í algerri andstæðu við hvernig hann var alinn upp. 

Vitnaleiðslur halda áfram í dag. Lesa má nánar um framburð Depps hér.

Heard brosti og veifaði til aðdáenda í morgun þegar hún …
Heard brosti og veifaði til aðdáenda í morgun þegar hún mætti í dómshúsið til að vera viðstödd réttarhöldin. AFP
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það getur verið óþægilegt að láta róta of mikið upp í málum sem þú telur að þú hafir afgreitt fyrir löngu. Ef þú ert sjálfum þér trúr mun allt fara á besta veg.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það getur verið óþægilegt að láta róta of mikið upp í málum sem þú telur að þú hafir afgreitt fyrir löngu. Ef þú ert sjálfum þér trúr mun allt fara á besta veg.