Fyrsta konunglega brúðkaupið eftir kórónuveiru

Raiyah prinsessa giftist barnabarni Roald Dahl.
Raiyah prinsessa giftist barnabarni Roald Dahl. Skjáskot/Twitter

Raiyah prinsessa af Jórdaníu giftist Ned Donovan í Bretlandi á þriðjudag. Donovan er breskur blaðamaður og barnabarn rithöfundarins Roald Dahls og leikkonunnar Patriciu Neal.

Parið ætlaði upphaflega að giftast í apríl en þurfti að fresta brúðkaupinu vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Þetta er því fyrsta konunglega brúðkaupið sem haldið er eftir að kóróuveiran fór að gera vart við sig. Þá segir prinsessan að öruggara hafi verið að halda brúðkaupið í Bretlandi en þau vonast þó til þess að geta haldið aðra veislu í Jórdaníu um leið og aðstæður leyfa.

Raiyah prinsessa er dóttir Hussein kóngs og Noor drottningar. Hussein lést 1999 en Noor drottning var viðstödd brúðkaupið.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er ákaflega gefandi að rétta öðrum hjálparhönd. Láttu það eftir þér að fara í ferðalag eða gera eitthvað fyrir sjálfan þig.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er ákaflega gefandi að rétta öðrum hjálparhönd. Láttu það eftir þér að fara í ferðalag eða gera eitthvað fyrir sjálfan þig.