Leikaraskipti í lokaseríu The Crown

Josh O´Connor leikur Karl Bretaprins.
Josh O´Connor leikur Karl Bretaprins. Skjáskot/Instagram

Mikil leynd hvílir yfir fimmtu og síðustu þáttaröðinni af The Crown sem sýnd hefur verið á Netflix. Þó liggur fyrir að skipt verður út öllum helstu leikurum. The Crown hafa notið gríðarlegra vinsælda og eru taldir dýrustu sjónvarpsþættir sögunnar.

Áður hefur verið tilkynnt að Imelda Staunton taki við af Oliviu Coleman í hlutverki drottningar en nú hefur það verið staðfest að Leslie Manville taki við af Helenu Bonham-Carter í hlutverki Margrétar prinsessu. Manville er margverðlaunuð leikkona og hefur leikið í myndum á borð við Secrets & Lies, Topsy-Turvy, Vera Drake og Mr. Turner.

Karl hljóti að hafa elskað Díönu

Ástarsamband Karls bretaprins og Kamillu verður í forgrunni í fjórðu þáttaröðinni sem líklegt þykir að verði sýnd seint á árinu. Þá mun óskarsverðlaunaleikkonan Olivia Coleman halda áfram í hlutverki drottningar. Ung og töluvert óþekkt leikkona Emma Corrin mun leika Díönu prinsessu.

Josh O´Connor segist hafa lært mikið um samband Karls Bretaprins og Díönu prinsessu eftir að hafa leikið prinsinn í The Crown. Hann telur prinsinn hljóti að hafa elskað Díönu. 

„Öll höfum við ákveðnar hugmyndir um samband þeirra Karls og Díönu. Það hefur verið frábært að fá tækifæri til þess að velta fyrir sér spurningunni hvort hann hafi nokkurn tímann elskað hana. Persónulega tel ég að hann hljóti að hafa elskað hana. Það eru mörg lög í sambandinu þeirra og ég elska að kafa dýpra,“ segir O´Connor í viðtali við Screen Daily.

Leikkonan Emma Corrin mun leika Díönu prinsessu í fjórðu þáttaröðinni.
Leikkonan Emma Corrin mun leika Díönu prinsessu í fjórðu þáttaröðinni. Skjáskot/Instagram
View this post on Instagram

Imelda Staunton will play Queen Elizabeth II in the fifth and final season of The Crown.

A post shared by The Crown (@thecrownnetflix) on Jan 31, 2020 at 7:11am PST

View this post on Instagram

Lesley Manville will play Princess Margaret in the fifth season of The Crown.

A post shared by The Crown (@thecrownnetflix) on Jul 2, 2020 at 1:00am PDTmbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er ákaflega gefandi að rétta öðrum hjálparhönd. Láttu það eftir þér að fara í ferðalag eða gera eitthvað fyrir sjálfan þig.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er ákaflega gefandi að rétta öðrum hjálparhönd. Láttu það eftir þér að fara í ferðalag eða gera eitthvað fyrir sjálfan þig.