Mary Kay Letourneau látin 58 ára að aldri

Mary Kay Letourneau og Vili Fualaau árið 2005.
Mary Kay Letourneau og Vili Fualaau árið 2005. HO

Fyrrverandi kennarinn Mary Kay Letourneau er látin 58 ára að aldri. Letourneau vakti mikla athygli seint á síðustu öld þegar hún var dæmd í fangelsi fyrir að nauðga 12 ára nemanda sínum. Hún og nemandinn, Vili Fualaau, héldu sambandinu áfram á meðan hún sat inni og giftu sig að lokum. 

Þau eignuðust tvær dætur saman sem þau eignuðust áður en Fualaau var orðinn 15 ára gamall. Þau skildu árið 2017. 

Letourneau lést á mánudaginn síðastliðinn úr krabbameini sem hún hafði glímt við um nokkurra mánaða skeið. Samkvæmt heimildum People byrjaði heilsu hennar að hraka ansi mikið á síðustu mánuðum. 

Fjölskylda hennar og fjölskylda fyrrverandi eiginmanns hennar sendu frá sér sameiginlega tilkynningu í gær, þriðjudag, þar sem þau staðfesta andlátið. 

Letourneau var kennari í sjötta bekk árið 1996 þegar hún hóf ólöglegt kynferðislegt samband við nemanda sinn, Fualaa, sem var þá tólf ára. Hún var dæmd í 7 ára fangelsi fyrir að nauðga barninu. Hún ól seinni dóttur þeirra innan veggja fangelsisins. 

Þegar hún losnaði úr fangelsi var Fualaau orðinn fullorðinn og fengu þau nálgunarbann gegn henni niðurfellt. Þau giftu sig árið 2005.

Mary Kay Letourneau fyrir rétti í febrúar 1998.
Mary Kay Letourneau fyrir rétti í febrúar 1998. AP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Leitaðu nýrra leiða til þess að auðga líf þitt og bæta. Einhver þér eldri getur miðlað þér af reynslu sinni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
3
Kolbrún Valbergsdóttir
4
Sigríður Dúa Goldsworthy
5
Arnaldur Indriðason
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Leitaðu nýrra leiða til þess að auðga líf þitt og bæta. Einhver þér eldri getur miðlað þér af reynslu sinni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
3
Kolbrún Valbergsdóttir
4
Sigríður Dúa Goldsworthy
5
Arnaldur Indriðason