Leslie verður næsta leðurblökukona

Javicia Leslie fer með hlutverk Leðurblökukonunnar.
Javicia Leslie fer með hlutverk Leðurblökukonunnar. AFP

Leikkonan Javicia Leslie mun fara með hlutverk leðurblökukonunnar í annarri seríu af Batwoman. Leikkonan Ruby Rose fór með hlutverkið í fyrstu seríu en sagði sig frá verkefninu nú í vor. 

Leslie verður fyrsta svarta konan til að fara með hlutverk leðurblökukonunnar en Rose var fyrsta hinsegin konan til að fara með hlutverkið. 

„Ég er gríðarlega stolt af því að vera fyrsta svarta leikkonan til að fara með hlutverk hinnar margrómuðu leðurblökukonu í sjónvarpinu, og sem tvíkynhneigð kona er það mér heiður að fá að taka þátt í verkefni sem hefur rutt brautina fyrir LGBTQ+ samfélagið,“ sagði Leslie í viðtali. 

Þættirnir eru framleiddir af sjónvarpsstöðinni The CW og mun önnur sería birtast á skjánum í byrjun næsta árs. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er í mörg horn að líta hjá þér bæði í leik og starfi. Stuðið felst í að láta það virðast auðvelt.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er í mörg horn að líta hjá þér bæði í leik og starfi. Stuðið felst í að láta það virðast auðvelt.