Óttast um Glee stjörnu

Naya Rivera.
Naya Rivera. AFP

Óttast er að leikkonan Naya Rivera, sem lék í sjónvarpsþáttaröðinni Glee, hafi drukknað í Kaliforníu í gær.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglustjóraembættinu í Ventura-sýslu leigði Rivera bát við Piru-vatn í gær og fór í siglingu á vatninu ásamt fjögurra ára gömlum syni sínum. Drengurinn fannst einn um borð í bátnum. Hann var sofandi og í björgunarvesti að sögn talsmanns lögreglunnar, Eric Buschow. Leit hófst strax en var hætt seint í gærkvöldi. Stefnt er að hefja leit þegar birtir að nýju. 

Rivera, sem er 33 ára gömul, lék klappstýruna Santana Lopez í söngleikjaþáttaröðinni Glee en alls voru þáttaraðirnar sex talsins.

Hún setti í gær mynd af sér ásamt syninum á Twitter í gær og skrifaði: „Bara við tvö.“ 

Rivera og barnsfaðir hennar, Ryan Dorsey, skildu 2018 og eru með sameiginlegt forræði yfir drengnum.

Starfsbróðir hennar úr Glee, leikarinn Mark Salling, framdi sjálfsvíg 2018 er hann beið dóms fyrir vörslu mynda sem sýndu barnaníð. Annar leikari í þáttaröðinni, Cory Monteith, lést af ofskömmtun áfengis og lyfja í júlí 2013 samkvæmt frétt AFP-fréttastofunnar.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að leggja þig fram og ná aftur stjórn á hlutunum. Reyndu ekki að vera örlátur heldur beittu almennri skynsemi og verndaðu eigin hagsmuni.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að leggja þig fram og ná aftur stjórn á hlutunum. Reyndu ekki að vera örlátur heldur beittu almennri skynsemi og verndaðu eigin hagsmuni.