Segir skilnaðinn neyðarlegan

Rossdale var giftur Stefani í 13 ár.
Rossdale var giftur Stefani í 13 ár. Jason Kempin

Gavin Rossdale söngvari segir skilnaðinn við Gwen Stefani hafa verið neyðarlegustu stund lífs síns. Þetta kemur fram í viðtali við The Guardian

Bestu stund lífs hans sagði hann vera þegar öll börn hans voru saman komin í tilefni af afmæli hans. „Á síðasta ári þegar ég hafði öll fjögur börnin — Daisy, Kingston, Zuma og Apollo — hjá mér á afmælinu. Það var töfrum líkast.“

Rossdale og Stefani skildu árið 2015 eftir 13 ára hjónaband. Sögusagnir voru um að hann hefði haldið fram hjá með barnfóstrunni. Saman eiga þau þrjá stráka, Kingston, Zuma og Apollo. Þá á Rossdale einnig 31 árs dóttur, fyrirsætuna Daisy Lowe. 

Stefani er nú trúlofuð söngvaranum Blake Shelton og hefur hún reynt að fá hjónaband sitt við Rossdale ógilt svo hún geti gift sig innan kaþólsku kirkjunnar. Það hefur ekki tekist fram að þessu. 

View this post on Instagram

well here we go - 2020 the year of focus - it’s been an insane decade because life is insane - i’m with my boys -we miss our @daisylowe - they’re all that matters- that other love will come -or not - i’m with best buddies @videoalex1 @murphyjensen we’re alive we got each other’s backs - we got no time to waste - every moment something is sacred- thankyou to everyone who contributed to my decade - the good the bad yet not so much the indifferent (you’re not much help to anyone 😂) )we are all far from perfect - maybe you’re better than me- well thankyou for blazing the trail- we catching you up - we passing you on our own terms -we take no prisoners - i love my kids beyond the stars - i love my friends -i love my band -i love my family - mama 🖤-we love chewy 🖤we’re all on this journey until we’re not - might as well live before you die - peace out - aim for the skies - keep your head up -we with you 🖤ps nice chaps in the photo————

A post shared by Gavin Rossdale (@gavinrossdale) on Dec 31, 2019 at 8:36pm PST

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að leggja þig fram og ná aftur stjórn á hlutunum. Reyndu ekki að vera örlátur heldur beittu almennri skynsemi og verndaðu eigin hagsmuni.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að leggja þig fram og ná aftur stjórn á hlutunum. Reyndu ekki að vera örlátur heldur beittu almennri skynsemi og verndaðu eigin hagsmuni.