Hertogynjan æfir ballett

Kamilla hertogynja af Cornwall.
Kamilla hertogynja af Cornwall. AFP

Kamilla hertogynja af Cornwall segist leggja stund á ballett til þess að halda sér í formi. Hertogynjan sem er 72 ára sækir reglulega námskeið handa „silfur svönum“ sem er fyrir byrjendur á efri árum. 

„Ég hélt að þetta yrði mjög fyndið og að við yrðum öll hlæjandi hvert að öðru en ég held að við séum of einbeitt til þess að taka eftir hvað hinn er að gera,“ segir Kamilla í viðtali við Dame Darcey Bussel og Angela Rippon.

„Þegar ég stend þarna hugsa ég, niður með axlir, anda djúpt og vertu bein í baki. Ég hef aldrei lagt stund á ballett og það skiptir engu máli. Þetta er eitthvað sem fær mann til þess að líða betur. Maður fyllist sjálfsöryggi. Þá er þetta líka spurning um örlítinn aga sem við þurfum öll á að halda í lífinu. Stundum kvartar maður eftir á en manni líður samt miklu betur.“

Kamilla hertogynja er 72 ára og heldur sér vel.
Kamilla hertogynja er 72 ára og heldur sér vel. AFP
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er eins og þú andir léttar í dag. Mundu bara að þú verður að vera sjálfum þér samkvæmur.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er eins og þú andir léttar í dag. Mundu bara að þú verður að vera sjálfum þér samkvæmur.