Telja Rivera látna

Lögreglan telur Nayu Rivera hafa farist á vatninu.
Lögreglan telur Nayu Rivera hafa farist á vatninu. AFP

Lögreglan í Ventura sýslu í Kaliforníu-ríki í Bandaríkjunum telur að leikkonan Naya Rivera sé látin. Josey, fjögurra ára sonur hennar fannst einn á bát á vatni í suður Kaliforníu í fyrradag. Hennar hefur verið leitað síðan. 

Hinn 33 ára gamla stjarna leigði út bát seinni partinn á miðvikudaginn við vatnið Piru, norðvestur af Los Angeles borg. Starfsmenn bátaleigunnar tóku eftir því síðar um kvöldið að sonur hennar væri einn um borð í bátnum og var tilkynnt um hvarf hennar síðar sama kvöld. 

Rivera er hvað þess þekktust fyrir að fara með hlutverk klappstýrunnar Santana Lopez í þáttunum Glee. 

Lögreglustjórinn í Ventura sýslu lokaði fyrir umferð um vatnið á meðan leitað var að stjörnunni. 

„Við göngum út frá því að slys hafi orðið, við göngum út frá því að hún hafi drukknað í vatninu. Það eru engin merki um að neitt saknæmt hafi átt sér stað, það eru engin merki um að eitthvað slæmt hafi skeð fyrir utan þetta skelfilega slys,“ sagði Chris Dyer á skrifstofu lögreglustjórans.

Hann sagði að markmiðið væri enn að finna Rivera og koma henni heim til fjölskyldu sinnar.

Frétt BBC.

Piru vatn.
Piru vatn. AFP
Lokað hefur verið fyrir umferð í kringum vatnið.
Lokað hefur verið fyrir umferð í kringum vatnið. AFP
Leitað er úr lofti.
Leitað er úr lofti. AFP
Yfir 80 manns leita nú að Rivera.
Yfir 80 manns leita nú að Rivera. AFP
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er ákaflega gefandi að rétta öðrum hjálparhönd. Láttu það eftir þér að fara í ferðalag eða gera eitthvað fyrir sjálfan þig.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er ákaflega gefandi að rétta öðrum hjálparhönd. Láttu það eftir þér að fara í ferðalag eða gera eitthvað fyrir sjálfan þig.