Telja Rivera látna

Lögreglan telur Nayu Rivera hafa farist á vatninu.
Lögreglan telur Nayu Rivera hafa farist á vatninu. AFP

Lögreglan í Ventura sýslu í Kaliforníu-ríki í Bandaríkjunum telur að leikkonan Naya Rivera sé látin. Josey, fjögurra ára sonur hennar fannst einn á bát á vatni í suður Kaliforníu í fyrradag. Hennar hefur verið leitað síðan. 

Hinn 33 ára gamla stjarna leigði út bát seinni partinn á miðvikudaginn við vatnið Piru, norðvestur af Los Angeles borg. Starfsmenn bátaleigunnar tóku eftir því síðar um kvöldið að sonur hennar væri einn um borð í bátnum og var tilkynnt um hvarf hennar síðar sama kvöld. 

Rivera er hvað þess þekktust fyrir að fara með hlutverk klappstýrunnar Santana Lopez í þáttunum Glee. 

Lögreglustjórinn í Ventura sýslu lokaði fyrir umferð um vatnið á meðan leitað var að stjörnunni. 

„Við göngum út frá því að slys hafi orðið, við göngum út frá því að hún hafi drukknað í vatninu. Það eru engin merki um að neitt saknæmt hafi átt sér stað, það eru engin merki um að eitthvað slæmt hafi skeð fyrir utan þetta skelfilega slys,“ sagði Chris Dyer á skrifstofu lögreglustjórans.

Hann sagði að markmiðið væri enn að finna Rivera og koma henni heim til fjölskyldu sinnar.

Frétt BBC.

Piru vatn.
Piru vatn. AFP
Lokað hefur verið fyrir umferð í kringum vatnið.
Lokað hefur verið fyrir umferð í kringum vatnið. AFP
Leitað er úr lofti.
Leitað er úr lofti. AFP
Yfir 80 manns leita nú að Rivera.
Yfir 80 manns leita nú að Rivera. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson