TikTok-stjörnur hræðast framtíðina

TikTok-stjörnur reiða sig margar alfarið á tekjur sínar á miðlinum.
TikTok-stjörnur reiða sig margar alfarið á tekjur sínar á miðlinum. AFP

Bandarískar TikTok stjörnur sem reiða sig á innkomu sína á samfélagsmiðlinum TikTok hræðast mögulega lokun á forritinu í Bandaríkjunum. Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, gaf það út í vikunni að Bandaríkin séu að skoða bann við kínverkum samfélagsmiðlaforritum vegna ásakana um að kínversk stjórnvöld beiti þeim til að njósna um notendur. 

Ind­versk stjórn­völd hafa nú þegar bannað TikT­ok, sem nýt­ur mik­illa vin­sælda, vegna sjón­ar­miða um þjóðarör­yggi og friðhelgi einka­lífs­ins á meðan önn­ur lönd eru sögð íhuga svipaðar aðgerðir. 

Svokallaðir áhrifavaldar á TikTok í Bandaríkjunum reiða sig margar hverjar alfarið á miðilinn til að skapa tekjur. Ef forritið verður bannað í Bandaríkjunum sjá margir fram á atvinnuleysi.

Forritið er vettvangur fyrir marga áhrifavalda að landa stórum auglýsingasamningum við hverskyns fyrirtæki sem tengjast efnisframleiðslu þeirra.

Áhrifavaldurinn Sean, sem kallar sig @seandoesmagic, segir í viðtali að hann muni verða algjörlega tekjulaus ef TikTok verður bannað. Hann er með 13,5 milljónir fylgjenda á miðlinum og fær 15-20 þúsund bandaríkjadali fyrir hverja færslu. Það eru um 2,1 til 2,8 milljón íslenskra króna á gengi dagsins í dag. 

Drage Kamerman, grínisti er með 2,1 milljón fylgjendur á TikTok og fær á bilinu 7-10 þúsund bandaríkjadali fyrir hverja færslu. Hann segir að það hafi tekið hann eitt og hálft ár að ná svo miklum vinsældum á miðlinum. Ef forritið verður bannað ætlar hann að færa sig yfir á YouTube og Instagram en hefur áhyggjur af því að erlendir fylgjendur hans muni ekki finna hann jafn auðveldlega þar. 

Niko Valdes, sem kallar sig @babyfaceniko, reiðir sig alfarið á tekjur sínar á TikTok. Aðal umfjöllunarefni hans á TikTok er fjölskyldan hans. Hann hræðist að geta ekki náð endum saman ef TikTok verður bannað. Hann er með 1,5 milljónir fylgjenda á TikTok og mánaðartekjur hans eru á bilinu 7-10 þúsund bandaríkjadalir eða um 980 þúsund til 1,4 milljónir íslenskra króna.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert oft varaður við því að láta ekki tímann renna þér úr greipum. Ekki halda áfram að gera og segja hluti endurtekið einungis vegna venjunnar.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert oft varaður við því að láta ekki tímann renna þér úr greipum. Ekki halda áfram að gera og segja hluti endurtekið einungis vegna venjunnar.