Viðurkennir sambandið við Aug­ust Als­ina

Jada Pinkett Smith lagði öll spilin á borðin.
Jada Pinkett Smith lagði öll spilin á borðin. AFP

Leikkonan Jada Pinkett Smith lagði öll spilin á borðið í nýjasta þætti sínum af Red Table Talk. Þar ræðir hún við eiginmann sinn, leikarann Will Smith, um stutt sambandsslit þeirra og staðfestir sögusagnirnar um að hún hafi átt í sambandi við Aug­ust Als­ina. 

Alsina opnaði sig í byrjun júlí um að hann hefði átt í sambandi við Pinkett Smith með leyfi eiginmanns hennar. Alsina sagði sambandið hafa verið framhjáhald en þeim sögusögnum neitaði Pinkett Smith. 

Í þætti sínum segir hún frá því hvernig Alsina kom inn í líf fjölskyldunnar fyrir fjórum og hálfu ári. Á þeim tíma voru þau hjónin á vondum stað og höfðu ákveðið að skilja tímabundið að borði og sæng. Í kjölfarið hafi hún átt í ástarsambandi við Alsina.

Hún segist ekki hafa þurft leyfi frá eiginmanni sínum til þess að vera í sambandi með Alsina. „En það sem August var örugglega að reyna að koma til skila  ég skil hvernig hann hefur séð þetta sem leyfi af því við vorum skilin að borði og sæng  er að hann hafi viljað hafa það skýrt að hann eyðilagði ekki fjölskyldu, því hann gerði það ekki,“ sagði Pinkett Smith.

Hún segir að hún hafi lært mikið á þeim tíma sem hún varði með Alsina og að lokum hafi hún uppgötvað að hún vildi vera með eiginmanni sínum. Þar með sleit hún sambandi sínu við Alsina og tók saman við eiginmanninn aftur.

Will Smith og Jada Pinkett Smith giftu sig í desember 1997 og eiga tvö börn saman, þau Jaden og Willow.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ást er að viðurkenna sjálfan sig og aðra. Láttu ekki smáatriðin villa þér sýn varðandi heildarlausn mála. Hugur þinn er skarpur og þolinmóður og þú setur markið hátt.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ást er að viðurkenna sjálfan sig og aðra. Láttu ekki smáatriðin villa þér sýn varðandi heildarlausn mála. Hugur þinn er skarpur og þolinmóður og þú setur markið hátt.