Stórstjörnur greindar með veiruna

Ein skærasta stjarna Bollywood, Aishwarya Rai, greindist smituð af kórónuveirunni í dag en tengdafaðir hennar, Amitabh Bachchan, sem er einn þekktasti leikari Indlands, greindist með veiruna í gær.

Aishwarya Rai Bachchan og Abhishek Bachchan ásamt dóttur sinni, Aaradhya.
Aishwarya Rai Bachchan og Abhishek Bachchan ásamt dóttur sinni, Aaradhya. AFP

Hann var fluttur á sjúkrahús í gær ásamt syni sínum, eiginmanni Aishwarya Rai, Abhishek, en hvorugur þeirra er alvarlega veikur. Átta ára gömul dóttir Rai og Abhishek, Aaradhya, er einnig smituð af COVID-19.

Aishwarya Rai Bachchan og dóttir hennar, Aaradhya Bachchan.
Aishwarya Rai Bachchan og dóttir hennar, Aaradhya Bachchan. AFP

Amitabh er í einangrun á sjúkrahúsi í Mumbai en hann hvatti alla þá sem hann hefur verið í samneyti við síðustu tíu daga til að fara í skimun. Aðrir í fjölskyldunni en þau fjögur hafa ekki greinst með smit.

Veggspjald af Amitabh Bachchan en hann hefur verið ein skærasta …
Veggspjald af Amitabh Bachchan en hann hefur verið ein skærasta stjarna indverskrar kvikmyndagerðar í fimm áratugi. AFP
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ást er að viðurkenna sjálfan sig og aðra. Láttu ekki smáatriðin villa þér sýn varðandi heildarlausn mála. Hugur þinn er skarpur og þolinmóður og þú setur markið hátt.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ást er að viðurkenna sjálfan sig og aðra. Láttu ekki smáatriðin villa þér sýn varðandi heildarlausn mála. Hugur þinn er skarpur og þolinmóður og þú setur markið hátt.