Leitin að Rivera stendur enn yfir

Leitin að Naya Rivera hefur ekki enn borið árangur.
Leitin að Naya Rivera hefur ekki enn borið árangur. AFP

Leitin að leikkonunni Nayu Rivera, sem féll í Piru vatn í Kaliforníu í síðustu, stendur enn yfir. Lögreglan gengur út frá því að hún hafi drukknað í vatninu af slysförum og því stendur umsvifamikil leit yfir í vatninu.

Leit að henni hófst á miðvikudagskvöldið í síðustu viku þegar fjögurra ára gamall sonur hennar, Josey, fannst einn á bát sem hún hafði leigt út fyrr um daginn. 

Lögreglan í Ventura sýslu hefur einnig ákveðið að leita í bústöðum umhverfis vatnið en sögusagnir hafa gengið á samfélagsmiðlum að hún sé í einhverjum bústaðanna. Lögreglan hefur þó gefið út að ekkert bendi til þess að hún sé þar heldur sé einfaldlega verið að kveða niður sögusagnirnar. 

Josey, sonur Rivera, fannst einn á bátnum sem hún hafði …
Josey, sonur Rivera, fannst einn á bátnum sem hún hafði leigt út. AFP

Fjölskylda Rivera kom saman við vatnið um helgina en þau hafa verið lögreglunni innan handar síðustu daga. 

Skilyrði í vatninu eru slæm en vatnið er umkringt mikið af gróðri sem fallið hefur í vatnið. Frá því á tíunda áratug síðustu aldar hafa 8 manns drukknað í vatninu og ef kenningar lögreglu eru réttar mun Rivera vera sú níunda. Íbúar í Ventura sýslu kalla nú eftir því að meira áberandi skiltum verði komið fyrir í kringum vatnið til að vara fólk við þeim hættum sem er að finna í vatninu. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler