Leikkonan Kelly Preston látin

Bandaríska leikkonan Kelly Preston, sem lék meðal annars í kvikmyndunum Jerry Maguire og Twins lést í gær. Banamein hennar var brjóstakrabbamein. Eiginmaður hennar, leikarinn John Travolta, greindi frá þessu á Instagram í gær. Hún var 57 ára gömul.  

Hann sagði erfitt að færa þessar fregnir en því miður hafi eiginkona hans lotið í lægra haldi fyrir brjóstakrabbameini eftir tveggja ára baráttu. Hún hafi barist kröftuglega með stuðningi marga. 

Tímaritið People hefur eftir ættingjum að Preston hafi látist í gærmorgun. Hún hafi farið leynt með veikindin en verið í læknismeðferð í töluverðan tíma við krabbameininu. Þar hafi hún notið stuðnings nánustu fjölskyldu og vina. 

Hjónin John Travolta og Kelly Preston.
Hjónin John Travolta og Kelly Preston. AFP

Kelly Preston fæddist 13. október árið 1962 á  Hawaii. Hún lærði leiklist við háskóla Suður-Kaliforníu. Hún varð heimsfræg fyrir hlutverk sitt í Twins árið 1988 en tvíburana í myndinni léku þeir Arnold Schwarzenegger og Danny DeVito. Preston lék í tugum kvikmynda og sjóvarpsþátta en hún lék meðal annars í rómantísku gamanmyndinni Jerry Maguire ásamt Tom Cruise og Renee Zellweger.

Travolta og Preston gengu í hjónaband 1991 og eignuðust þrjú börn. Elsti sonur þeirra lést árið 2009 aðeins 16 ára að aldri.

Bandaríska leikkonan Kelly Preston er látin.
Bandaríska leikkonan Kelly Preston er látin. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ást er að viðurkenna sjálfan sig og aðra. Láttu ekki smáatriðin villa þér sýn varðandi heildarlausn mála. Hugur þinn er skarpur og þolinmóður og þú setur markið hátt.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ást er að viðurkenna sjálfan sig og aðra. Láttu ekki smáatriðin villa þér sýn varðandi heildarlausn mála. Hugur þinn er skarpur og þolinmóður og þú setur markið hátt.