Lík fannst í vatninu þar sem Rivera hvarf

Naya Rivera er þekkt fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttaröðinni Glee.
Naya Rivera er þekkt fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttaröðinni Glee. AFP

Lík fannst í stöðuvatni þar sem Naya Rivera, leikkona í sjónvarpsþáttaröðinni Glee, sást síðast. Þá var hún í siglingu með fjögurra ára gömlum syni sínum sem fannst síðar einn á bátnum og var hann þá sofandi. BBC greinir frá.

Lögreglan hefur ekkert gefið uppi um það hvort grunur sé um að líkið sem fannst sé lík Rivera. Sonur hennar sagði lögreglunni að þau mæðginin hefðu farið að synda en móðir hans hefði ekki snúið aftur. 

Fjöl­skylda Ri­vera kom sam­an við vatnið um helg­ina en þau hafa verið lög­regl­unni inn­an hand­ar síðustu daga. 

Frá því á tí­unda ára­tug síðustu ald­ar hafa átta manns drukknað í vatn­inu og ef kenn­ing­ar lög­reglu eru rétt­ar mun Ri­vera vera sú ní­unda.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að leggja þig fram og ná aftur stjórn á hlutunum. Reyndu ekki að vera örlátur heldur beittu almennri skynsemi og verndaðu eigin hagsmuni.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að leggja þig fram og ná aftur stjórn á hlutunum. Reyndu ekki að vera örlátur heldur beittu almennri skynsemi og verndaðu eigin hagsmuni.