Playboy-erfingi í pólitíkina

Cooper Hefner ætlar í pólitíkina.
Cooper Hefner ætlar í pólitíkina. Skjáskot/Instagram

Cooper Hefner, yngsti sonur Hugh Hefner stofnanda Playboy-tímaritsins, hyggst bjóða sig fram til öldungadeildar Kaliforníuþings í ríkisþingkosningunum sem fara fram árið 2022.

Hefner hyggst bjóða sig fram fyrir Demókrataflokkinn í 30. héraði Kaliforníu. Öldungadeildarþingmaður 30. héraðs í Kaliforníu er Holly Mitchell. Hún hefur gefið það út að hún sækist ekki eftir endurkjöri heldur sækist hún eftir því að komast í borgarstjórn Los Angeles-borgar.

Hingað til hefur Hefner aðallega starfað í fjölmiðlum. Hann erfði Playboy-ríkidæmið af föður sínum en sagði skilið við fyrirtækið vorið 2019. 

Síðan þá hefur hann unnið að því að koma á koppinn sínu eigin fyrirtæki auk þess sem hann hefur þjónað herskyldu í flugher Bandaríkjanna. 

Hann greindi frá framboðinu í viðtali við Hollywood Reporter í gær. Þeir sem fylgjast með Hefner á Instagram hafa eflaust tekið eftir því að hann hefur látið sig varða ýmis pólitísk mál á síðustu á misserum. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Leitaðu nýrra leiða til þess að auðga líf þitt og bæta. Einhver þér eldri getur miðlað þér af reynslu sinni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
3
Kolbrún Valbergsdóttir
4
Sigríður Dúa Goldsworthy
5
Arnaldur Indriðason
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Leitaðu nýrra leiða til þess að auðga líf þitt og bæta. Einhver þér eldri getur miðlað þér af reynslu sinni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
3
Kolbrún Valbergsdóttir
4
Sigríður Dúa Goldsworthy
5
Arnaldur Indriðason