Kaleo á Elliðavatni í þætti Seth Meyers

Þeir Þorleifur Gaukur Davíðsson ig Jökull Júlíusson komu fram í …
Þeir Þorleifur Gaukur Davíðsson ig Jökull Júlíusson komu fram í spjallþætti Seth Myers. Skjáskot/YouTube

Íslenska hljómsveitin Kaleo kom fram í spjallþættinum Late Night með Seth Meyers í Bandaríkjunum í gærkvöldi. Atriðið var óvenjulegt en þættirnir eru með óhefðbundnu sniði vegna kórónuveirunnar. 

Söngvarinn Jökull Júlíusson og munnhörpuleikarinn Þorleifur Gaukur Davíðsson fluttu lagið Break My Baby í þættinum. Í stað þess að koma fram í myndveri eins og venja er í þáttum sem þessum var atriðið tekið upp á árabát á Elliðavatni á Íslandi. 

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Kaleo kemur fram í þættinum og hefur hljómsveitin spilað í flestum stóru spjallþáttunum í Bandaríkjunum. 

Hér fyrir neðan má sjá innslagið með Kaleo. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert oft varaður við því að láta ekki tímann renna þér úr greipum. Ekki halda áfram að gera og segja hluti endurtekið einungis vegna venjunnar.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert oft varaður við því að láta ekki tímann renna þér úr greipum. Ekki halda áfram að gera og segja hluti endurtekið einungis vegna venjunnar.