Krónprinsessa brýtur hefðir

Viktoría krónprinsessa fagnaði 43 ára afmæli sínu.
Viktoría krónprinsessa fagnaði 43 ára afmæli sínu. Skjáskot/Instagram

Viktoría krónprinsessa Svíþjóðar fagnaði 43 ára afmæli sínu í vikunni. Samkvæmt venju voru tónleikar haldnir til heiðurs henni í rústum Borgholmshallarinnar á afmælisdeginum. Athygli vakti þó að krónprinsessan ákvað í þetta skipti að klæðast ekki sænskum þjóðbúningi líkt og fyrri ár heldur var hún í látlausum hvítum sumarkjól. 

Upplýsingafulltrúi konungsfjölskyldunnar sagði að í ljósi kórónuveirunnar þurfti að hugsa allt upp á nýtt hvað varðar hátíðahöldin í ár. Þannig hafi opnast gluggi til þess að víkja frá vananum og átti það líka við um fataval prinsessunnar. 

Þá fékk Magdalena prinsessa ekki að vera viðstödd afmælisfögnuð systur sinnar þar sem hún er búsett í Bandaríkjunum. Strangar reglur gilda um komu fólks frá Bandaríkjunum vegna kórónuveirunnar.

Fjölskyldan á Viktoríu tónleikunum í Svíþjóð sem haldnir eru ár …
Fjölskyldan á Viktoríu tónleikunum í Svíþjóð sem haldnir eru ár hvert í tilefni af afmæli krónprinsessunnar. AFP
Fjölskyldan var sumarleg á afmælisdegi krónprinsessunnar.
Fjölskyldan var sumarleg á afmælisdegi krónprinsessunnar. AFP
Viktoría hefur hingað til alltaf klæðst sænskum þjóðbúningi á tónleikunum. …
Viktoría hefur hingað til alltaf klæðst sænskum þjóðbúningi á tónleikunum. Þessi mynd var tekin á tónleikunum 2019. Skjáskot/Instagram
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að leggja þig fram og ná aftur stjórn á hlutunum. Reyndu ekki að vera örlátur heldur beittu almennri skynsemi og verndaðu eigin hagsmuni.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að leggja þig fram og ná aftur stjórn á hlutunum. Reyndu ekki að vera örlátur heldur beittu almennri skynsemi og verndaðu eigin hagsmuni.