Staðfesta að Rivera drukknaði

Naya Rivera var þekkt fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttaröðinni Glee.
Naya Rivera var þekkt fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttaröðinni Glee. AFP

Leikkonan Naya Rivera, sem fannst látin í Piru vatni á mánudagskvöld, drukknaði í vatninu að sögn yfirvalda í Kaliforníu. „Dánarorsök eru drukknun og hún lést af slysförum,“ sagði réttarmeinafræðingur í Ventura-sýslu. 

Engin merki eru um að nokkuð saknæmt hafi átt sér stað að mati réttarmeinafræðingsins. „Það eru engin merki um það í rannsókn okkar að eiturlyf eða áfengi hafi spilað hlutverk í andláti hennar, en lífsýni verða send í eiturefnagreiningu,“ sagði réttarmeinafræðingurinn.

Hin 33 ára gamla leikkona sem best er þekkt fyrir að fara með hlutverk klappstýrunnar Santana Lipez í þáttunum í Glee, hvarf á siglingu á vatninu á miðvikudaginn fyrir viku. 

Fjögurra ára sonur hennar, Josey, fannst sofandi um borð í bátnum en leikkonan fannst hvergi. Eftir langa leit fundu kafarar lík hennar á mánudag.

Á mánudag sagði Bill Ayub, lögreglustjóri í Ventura sýslu, að sterkir straumar í vatninu gætu hafa komið leikkonunni í klandur. Samkvæmt viðtölum lögreglu við Josey litla höfðu þau mæðginin verið að synda í vatninu.

„Hugmyndir er kannski sú að bátinn fór að reka, hann var ekki festur niður með akkerum, og hún hafði nægilega mikla orku til að koma syni sínum aftur í bátinn, en ekki sjálfri sér.“BBC greinir frá.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að leggja þig fram og ná aftur stjórn á hlutunum. Reyndu ekki að vera örlátur heldur beittu almennri skynsemi og verndaðu eigin hagsmuni.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að leggja þig fram og ná aftur stjórn á hlutunum. Reyndu ekki að vera örlátur heldur beittu almennri skynsemi og verndaðu eigin hagsmuni.