Staðfesta dánarorsök Benjamin Keough

Benjamin Keough er látinn.
Benjamin Keough er látinn. Skjáskot/Instagram

Skrifstofa réttarmeinafræðings í Los Angeles sýslu í Bandaríkjunum hefur staðfest að Benjamin Keough, barnabarn Elvis Presley, tók sitt eigið líf. 

Hinn 27 ára gamli Benjamin fannst látinn í Calabasas í Kaliforníu á sunnudag. Við krufningu kom í ljós að dánarorsökin var skotsár og andlátið úrskurðað sem sjálfsvíg.

Benjamin var sonur Lisu Marie Presley en hann átti hún með tónlistarmanninum Danny Keough. Þau áttu einnig saman dótturina Riley Keough sem er 31 árs. 

„Hún dýrkaði þennan strák. Hann var ást hennar í lífinu,“ sagði Roger Widynowski. Benjamin þótti einstaklega líkur afa sínum, stórstjörnunni Elvis Presley. 

BBC greinir frá.

Ef ein­stak­ling­ar glíma við sjálfs­vígs­hugs­an­ir er bent er á hjálp­arsíma Rauða kross­ins, 1717. Einnig má hafa sam­band við Píeta-sam­tök­in sem veita ókeyp­is ráðgjöf í síma 552-2218.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler