Heimasíða prinsins tekin niður

Andrés prins er ekki lengur með heimasíðu.
Andrés prins er ekki lengur með heimasíðu. AFP

Opinber heimasíða Andrésar prins hefur verið fjarlægð af veraldarvefnum. Nú vísar slóðin thedukeofyork.org beint á opinbera heimasíðu konungsfjölskyldunnar. Twitter reikningur prinsins er þó enn virkur en hann hefur þó ekki sett neitt þar inn síðan á síðasta ári. Sama gildir um Instagram reikning hans. 

Lítið hefur farið fyrir prinsinum síðustu mánuði eftir að upp komst um vináttu hans við barnaníðinginn Jeffery Epstein. Andrés á að hafa stundað kynlíf með Virginiu Giuffre þegar hún var undir lögaldri.

Andrés hefur ekki reynst yfirvöldum samvinnuþýður við rannsóknina og ljóst er að þetta mál hafi valdið honum álitshnekki en skömmu eftir að komst upp um aðkomu Andrésar var ákveðið að hann skyldi alfarið hætta að sinna konunglegum skyldustörfum. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson