Móðir Spears krefst aðkomu að auðæfum Spears

Britney Spears
Britney Spears AFP

Lynne Spears, móðir söngkonunnar Britney Spears, hefur lagt fram kröfu um að hún verði höfð með í ráðum þegar kemur að fjármálum dóttur sinnar. Faðir Spears, Jamie Spears, hefur haft forræði yfir dóttur sinni síðan árið 2008 en hefur látið tímabundið af skyldum sínum.  

Samkvæmt skjölum sem The Blast hefur undir höndum lagði Lynne Spears fram kröfu í Los Angeles um að fá að vera hluti af öllu sem viðkemur sjóði í eigu Britney Spears. Poppstjarnan stofnaði sjóðinn árið 2004 til þess að halda utan um auðæfi sín.

Faðir söngkonunnar var skipaður forráðamaður hennar árið 2008 ásamt lögfræðingnum Andrew Wallet en Wallet er nú farin á eftirlaun. Hin 38 ára gamla Spears fær ekki að taka sjálfstæðar ákvarðanir hvað varðar fjármál né fær að taka ýmsar persónulegar ákvarðanir sjálf. Jodi Pais Montgomery tók tímabundið við af föður Spears í fyrra það verður endurskoðað í ágúst. Þarf að sýna fram á að Spears hafi hlotið viðunnandi læknisaðstoð. Barnsfaðir Spears sakaði einnig föður Spears um að beita annan son þeirra ofbeldi og óskaði í kjölfarið eftir nálgunarbanni. 

Margir aðdáendur Spears hafa kallað eftir því að þessu fyrirkomulagi verði breytt enda var Spears andlega veik þegar gripið var til þess ráðs að skipa forráðamann. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson