Sögð stela nauðgunarsögu aðstoðarkonu

Amber Heard á áttunda degi réttarhaldanna.
Amber Heard á áttunda degi réttarhaldanna. AFP

Amber Heard er sökuð um að hafa stolið nauðgunarsögu fyrrverandi aðstoðarkonu sinnar. Aðstoðarkonan Kate James bar vitni í meiðyrðamáli Johnny Depp gegn The Sun í gær. Þetta kemur fram í samantekt Daily Mail um málið.

James sakaði Heard um að hafa stolið hennar eigin frásögn af skelfilegu kynferðisofbeldi sem hún varð fyrir í Brasilíu og nota sér það í eigin hag í dómsmálinu. 

Þegar James var 26 ára og á ferðalagi um Brasilíu var henni ógnað með hníf og henni nauðgað með ofbeldisfullum hætti. Síðar starfaði James sem aðstoðarkona Heard og treysti henni fyrir þessum upplýsingum og sagði henni frá erfiðleikum sínum með að jafna sig á lífsreynslunni. Heard hafi þá hvatt hana til þess að fá sér byssu.

Þegar James skoðaði dómsgögn sem lögð voru fram sá hún hvernig Heard hafði stolið hennar frásögn, snúið út úr, gert að sínu til þess að ná fram sínum markmiðum.

„Þetta olli mér miklu hugarangri það hvernig hún notaði eina verstu stund lífs míns sér til framdráttar,“ sagði James.

Þá lýsti James því einnig hvernig Heard átti það til að drekka ógrynni af rauðvíni á kvöldin og senda henni óteljandi ljót og samhengislaus skilaboð. Þá hafi hún aldrei orðið vitni að ofbeldi á milli Heard og Depp.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú munt að öllum líkindum eyða miklum tíma í hluti sem aðrir (reyndar flestir) telja hégóma. Láttu það eftir þér að daðra en gættu þess að trúa ekki öllu sem þér er sagt.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú munt að öllum líkindum eyða miklum tíma í hluti sem aðrir (reyndar flestir) telja hégóma. Láttu það eftir þér að daðra en gættu þess að trúa ekki öllu sem þér er sagt.