Segir Depp hafa hótað að drepa sig

Amber Heard bar vitni í máli Johnny Depp gegn The …
Amber Heard bar vitni í máli Johnny Depp gegn The Sun í dag, mánudag. AFP

Rétt­ar­höld í meiðyrðamáli leikarans Johnnys Depps gegn The Sun halda áfram. Amber Heard, leikkona og fyrrverandi eiginkona Depps, bar vitni í morgun en fram kemur í máli hennar að leikarinn hafi oft hótað að drepa hana. 

Heard dró ekkert undan þegar hún bar vitni í morgun að því er fram kemur á vef The Sun. Sagði hún Depp meðal annars hafa hótað að skera andlit sitt ef hún færi frá honum. 

„Hann hótaði beinlínis að drepa mig mörgum sinnum. Hann skrifaði allar gjörðir sínar á skáldaða þriðju persónu sem hann kallaði oft Skrímslið,“ sagði Heard sem sagði Depp hafa talað um að samband þeirra væri annaðhvort lifandi eða dautt. Í því samhengi var dauði eina útgönguleiðin úr sambandinu.

„Hann lýsti hvað hann ætlaði að gera ef ég færi frá honum eða særði hann, til dæmis að skera andlitið á mér svo enginn annar vildi mig,“ sagði Heard. Hún sagði leikarann einnig hafa lýst því hvað hann ætlaði að láta gera við annað fólk sem hann kunni ekki vel við. Á Depp meðal annars að hafa haldið því fram að það væri auðvelt og ódýrt að láta drepa fólk. 

Depp höfðaði mál gegn út­gef­anda The Sun, News Group New­spa­pers (NGN), og rit­stjór­an­um Dan Woott­on vegna frétt­ar sem birt­ist í apríl árið 2018 þar sem hann var kallaður ofbeldismaður (e. wife bea­ter). Var það í samhengi við meint ofbeldi gegn fyrrverandi eiginkonu hans, Amber Heard, en Heard hefur sakað Depp um að hafa beitt sig ofbeldi á meðan þau voru gift. Þau gengu í það heil­aga í fe­brú­ar 2015 en hún sótti um skilnað 15 mánuðum seinna.

Amber Heard og Johnny Depp við réttarhöldin.
Amber Heard og Johnny Depp við réttarhöldin. AFP
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert enn að leita að sálufélaganum sem skilur þig í einu og öllu. Sýndu öðrum vinsemd og ekki síst þér.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert enn að leita að sálufélaganum sem skilur þig í einu og öllu. Sýndu öðrum vinsemd og ekki síst þér.