Segir Depp hafa verið afbrýðissaman

Amber Heard á leið til réttarhaldanna í morgun.
Amber Heard á leið til réttarhaldanna í morgun. AFP

Leikkonan Amber Heard segir að leikarinn og fyrrverandi eiginmaður hennar Johnny Depp hafi verið mjög afbrýðissamur út í mótleikara hennar þegar þau voru saman. Hún segir hann hafa sakað hana um að halda fram hjá með öllum sé hún vann með, þar á meðal Channing Tatum, Jim Sturgess, Eddi Redmayne, James Franco, Kevin Costner, Liam Hemsworth, Billy Bob Thornton og Leonardo DiCaprio.

Réttarhöld standa nú yfir í London í meiðyrðamáli Depp gegn útgáfufélagi The Sun. 

„Hann stríddi mér yfir því, sérstaklega þegar hann var fullur eða í vímu, hann var með niðurlægjandi nöfn yfir alla karlkyns mótleikkara mína sem hann taldi ógna sér. Leonardo DiCaprio var graskers-haus, Channing Tatum var kartöfluhaus og „Jim Drullu Sturgess“,“ sagði Heard í vitnisburði sínum í gær.

Heard hefur sakað hann um að beita sig ofbeldi í það minnsta fjórtán sinnum. Hann hefur statt og stöðugt neitað þeim ásökunum.

„Hann átti sér myrka hlið, hvernig hann talaði um samband okkar. Hann lýsti því sem annað hvort dauðu eða lifandi og sagði mér að dauði væri eina leiðin út úr sambandinu. Hann lýsti því hvað hann myndi gera við mig ef ég færi frá honum eða særði hann. Hann ætlaði til dæmis að skera andlit mitt svo enginn annar myndi vilja mig,“ sagði Heard.

Hún segir hann hafa haft miklar skoðanir á því hverju hún kæddist og ef hún klæddist einhverju sem gæti kallast kynþokkafullt kallaði hann hana hóru, dræsu og athyglissjúka hóri. 

„Þetta versnaði með tímanum. Hann sagði hluti eins og hann ætlaði að láta nauðga mér og horfa á það gerast.“

Depp á leið til réttarhaldanna í morgun.
Depp á leið til réttarhaldanna í morgun. AFP
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert jarðbundinn, hugrakkur og stórhuga og átt auðvelt með að tileinka þér nýja hluti. Á árinu mun nánasta samband þitt verða innilegra og veita þér mikla hamingju.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert jarðbundinn, hugrakkur og stórhuga og átt auðvelt með að tileinka þér nýja hluti. Á árinu mun nánasta samband þitt verða innilegra og veita þér mikla hamingju.