Presley minnist látins barnabarns síns

Pricilla Presley minnist ömmustráksins síns.
Pricilla Presley minnist ömmustráksins síns.

Pricilla Presley, ekkja tónlistarmannsins Elvis Presley, segir fráfall dóttursonar síns hafa verið mjög átakanlegt. Hún segist vera púsla saman hlutunum og reyna að skilja betur af hverju barnabarn hennar var tekið frá henni svona snemma.

Benjamin Keough, dóttursonur Presley, tók sitt eigið líf þann 12. júlí síðastliðinn.  

„Þetta eru einir af myrkustu tímum fjölskyldunnar minnar. Áfallið að missa Ben hefur verið átakanlegt. Að reyna að púsla saman myndinni um af hverju mögulega þetta gerðist hefur níst sál mína. Ég vakna á hverjum degi og bið til Guðs að þetta muni skána. Þá hugsa ég um dóttur mína og sársaukann sem hún fer í gegnum sem móðir. Pabba Ben, Danny [Keough] sem er viti sínu fjær þar sem Ben var hans einkasonur. Riley, sem var svo náin honum og elskaði hann svo. Harper og Finley, sem dýrkuðu Ben. Navarone, sem á erfitt með sorgina og missinn. Hvíldu í friði Ben, þú varst elskaður,“ skrifar Pricilla.

Hvorki Lisa Marie Presley, móðir Benjamin, né faðir hans, Danny Keough, hafa tjáð sig opinberlega um andlát sonar síns. Systir hans Riley minntist hann í færslu á Instagram nokkrum dögum síðar.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að leggja þig fram og ná aftur stjórn á hlutunum. Reyndu ekki að vera örlátur heldur beittu almennri skynsemi og verndaðu eigin hagsmuni.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að leggja þig fram og ná aftur stjórn á hlutunum. Reyndu ekki að vera örlátur heldur beittu almennri skynsemi og verndaðu eigin hagsmuni.