Eminem hræddur við hvað Carey segir

Eminem og Mariah Carey er ekki vel til vina.
Eminem og Mariah Carey er ekki vel til vina. Samsett mynd

Rapparinn Eminem er sagður hræddur um hvað Mariah Carey mun segja um sig í væntanlegri ævisögu. Eminem og Carey áttu í stuttu en stormasömu sambandi árið 2001 sem entist í aðeins sex mánuði.

„Hann veit að hún mun segja ýmislegt neikvætt um hann,“ segir heimildamaður. Carey og Eminem eru sögð hafa átt í mjög eitruðu sambandi. Hann er viss um að hún muni fara út í persónuleg smáatriði og gera lítið úr frammistöðu hans í rúminu. Þar liggur óöryggi hans falið og hún mun nýta sér það.

Eminem hefur talað illa um Carey í viðtölum. Árið 2002 sagðist hann ekki líka við hana sem manneskju. „Ég ber virðingu fyrir henni en hún er ekki með allt sitt á hreinu. Ég læt þar við sitja og segi að hún sé falleg kona.“ 

Carey sló fast til baka og sagðist aldrei hafa verið í sambandi við hann og gerði lítið úr honum í laginu Clown sem kom út 2002.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sköpunarmáttur þinn er verulega mikill í augnablikinu. En lífið er líka að líta upp og dást að fegurð sköpunarverksins. Taktu lífinu með ró á næstunni.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sköpunarmáttur þinn er verulega mikill í augnablikinu. En lífið er líka að líta upp og dást að fegurð sköpunarverksins. Taktu lífinu með ró á næstunni.