Hætt saman eftir nokkurra vikna samband

Brian Austin Green.
Brian Austin Green.

Leikarinn Brian Austin Green og fyrirsætan Tina Louise eru hætt saman eftir aðeins nokkurra vikna samband. Green skildi við eiginkonu sína Megan Fox nú á vormánuðum og var þetta því fyrsta samband hans eftir skilnaðinn. 

Samband Green og Louise var harðlega gagnrýnt af aðdéndum Megan Fox og Brian Austin Green. Samkvæmt heimildarmönnum TMZ fékk hún mörg ljót skilaboð og hótanir í gegnum samfélagsmiðla og er það sagt hafa vegið þungt í ákvörðun hennar um að slíta sambandinu við leikarann. 

Að sögn heimildarmanna var tímasetningin heldur ekki rétt fyrir samband þeirra en Louise leitar að framtíðarsambandi en Green nýfráskilinn og á eftir að ganga frá sínum málum.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Haltu áfram að leggja að þér við vinnuna og skipulegði þig heima og í vinnunni. Leggðu gamla hluti til hliðar og haltu á vit framtíðarinnar.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Haltu áfram að leggja að þér við vinnuna og skipulegði þig heima og í vinnunni. Leggðu gamla hluti til hliðar og haltu á vit framtíðarinnar.