Jóakim prins enn á sjúkrahúsi

Jóakim prins fyrir utan Amalíuborg ásamt eiginkonu sinni, Maríu prinsessu. …
Jóakim prins fyrir utan Amalíuborg ásamt eiginkonu sinni, Maríu prinsessu. Myndin er tekin í hitteðfyrra. Hann dvelur nú á spítala í Toulouse í Frakklandi. AFP

Jóakim prins af Danmörku liggur nú á Háskólasjúkrahúsinu í Toulouse í Frakklandi og er ástand hans stöðugt. Prinsinn gekkst undir heilaskurðaðgerð í gær eftir að hafa greinst með blóðtappa.

„Ástand Jóakims prins er enn stöðugt. Prinsinn komst blessunarlega í hendur fagmanna í tæka tíð og líður vel eftir atvikum. Það er of snemmt að sgeja til um hve lengi hann verður á spítalanum á þessari stundu,“ segir Lene Balleby, upplýsingafulltrúi dönsku konungshallarinanr, í skriflegu svari til danska ríkisútvarpsins.

Aðeins eru nokkrir dagar liðnir frá því konungsfjölskyldan fagnaði 18 ára afmæli Felix prins Jóakimssonar, hans næstelsta sonar. Var afmælinu fagnað á víngarði drottningarinnar, Château de Cayx í Cahors í Suður-Frakklandi. Var fjölskyldan enn þar í fríi þegar Jóakim var lagður inn á spítala í gær.

Jóakim, sem er 51 árs, fluttist til Frakklands í fyrra þar sem hann er við nám í herskólanum Ecolé Militaire, fyrstur Dana. Þá vinnur hann sem varnarmálasérfræðingur í danska sendiráðinu í París. Frakklandstenging prinsins er sterk enda er faðir hans heitinn, Hinrik prins, franskur og eiginkona hans, María prinsessa, sömuleiðis.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant