Megan Fox tjáir sig um sambandið

Megan Fox og Machine Gun Kelly.
Megan Fox og Machine Gun Kelly. Samsett mynd

Megan Fox segist hafa fundið tvíburasál sína í rapparanum Machine Gun Kelly. 

„Um leið og ég hitti hann og leit í augu hans þá vissi ég. Ég hef áhuga á stjörnumerkjum og ég vissi samstundis að um tvíburasál mína væri um að ræða,“ segir Fox sem er 34 ára.

„Tvíburasál er þegar sálin hefur komist á nógu hátt tilverustig til að hún geti skipt sér í tvo ólíka líkama á sama tíma,“ útskýrði Fox. „Við erum því tveir helmingar sömu sálarinnar, held ég. Ég sagði honum það um leið og við hittumst. Ég fann það strax.“

„Þegar við höfðum þekkst í tvo daga bað ég hann um að hitta mig í hádegismat og ég fræddi hann um stjörnumerkin og spurði hann út í líf hans. Ég ákvað að fara á dýptina strax.“

Machine Gun Kelly tekur í sama streng en þau kynntust við tökur á kvikmynd. „Ég var farinn að hanga fyrir utan hjólhýsið hennar og vonaðist til þess að sjá hana. Hún hefur fallegustu augu sem ég hef nokkurn tímann séð.“

Aðeins eru tveir mánuðir síðan Fox sagði skilið við eiginmann sinn til tíu ára, Brian Austin Green. Þau eiga þrjá syni saman.

View this post on Instagram

before i got electrocuted by a hair dryer 😵 #BloodyValentine 💝 watch the music video !!

A post shared by Colson 🙇🏼‍♂️🔪 the Blonde Don (@machinegunkelly) on May 23, 2020 at 4:37pm PDT

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Haltu áfram að leggja að þér við vinnuna og skipulegði þig heima og í vinnunni. Leggðu gamla hluti til hliðar og haltu á vit framtíðarinnar.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Haltu áfram að leggja að þér við vinnuna og skipulegði þig heima og í vinnunni. Leggðu gamla hluti til hliðar og haltu á vit framtíðarinnar.