„Algengasta sagan að ég hélt fram hjá“

Binni Löve.
Binni Löve. Ljósmynd/Aðsend

Áhrifavaldurinn Brynjólfur Löve Mogensson segir að algengasta sagan um sambandsslit hans og leikkonunnar Kristínar Pétursdóttur sé að hann hafi haldið fram hjá henni og beitt hana ofbeldi. 

Brynjólfur, sem oftast er kallaður Binni Löve, segir að hvorug sagan sé sönn og þau hafi einfaldlega hætt saman vegna þess að sambandið hafi ekki gengið upp. Binni svaraði spurningum um sambandsslitin á Instagram í gær. 

Það vakti mikla athygli fylgjenda þeirra Binna og Kristínar, sem eru með marga fylgjendur á Instagram, að þau hættu saman í vor. Eins og Binni talar um hafa margar sögusagnir verið á kreiki um sambandsslit þeirra. Saman eiga þau soninn Storm sem þau skiptast á að vera með. 

Binni svaraði einnig spurningu um hvernig samband þeirra Kristínar væri í dag. Hann sagði að þau Kristín væru í samskiptum á hverjum degi og sendu myndir af syninum. 

Skjáskot/Instagram
Skjáskot/Instagram
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Rétta leiðin til að ráða fram úr verkefnum er að ráðast á þau úr óvæntri átt. Víkkaðu út sjóndeildarhring þinn og þá gæti verið að þú finndir lausnina.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Rétta leiðin til að ráða fram úr verkefnum er að ráðast á þau úr óvæntri átt. Víkkaðu út sjóndeildarhring þinn og þá gæti verið að þú finndir lausnina.