Dánarorsök systur George Michael staðfest

George Michael 1963 - 2016.
George Michael 1963 - 2016. AFP

Búið er að staðfesta dánarorsök systur George Michael, Melanie Panayiotou, en hún lést á jóladag 2019 nákvæmlega þremur árum eftir andlát söngvarans.

Krufning leiddi í ljós að hún hafi fengið ketónblóðsýringu og fallið í sykursýkisdá sem hafi svo leitt til dauða. Þá hafi hún einnig glímt við aðra kvilla sem áttu einnig hlut að máli svo sem háþrýsting, ofþyngd og lungabólgu. 

Panayiotou var 59 ára, ógift og barnlaus. Hún var afar náin bróður sínum og var fráfall hans henni mikil raun. Sagt er að hún hafi dregið sig í hlé á síðustu árum og einangrast. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sköpunarmáttur þinn er verulega mikill í augnablikinu. En lífið er líka að líta upp og dást að fegurð sköpunarverksins. Taktu lífinu með ró á næstunni.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sköpunarmáttur þinn er verulega mikill í augnablikinu. En lífið er líka að líta upp og dást að fegurð sköpunarverksins. Taktu lífinu með ró á næstunni.