Hönnuðurinn Kansai Yamamoto er látinn

Kansai Yamamoto.
Kansai Yamamoto. AFP

Japanski tískuhönnuðurinn Kansai Yamamoto er látinn úr hvítblæði 76 ára að aldri. Yamamoto er meðal annars þekktur fyrir hönnun fyrir David Bowie og er af mörgum talinn frumkvöðull í tískuhönnun Japana. 

Bowie sem Ziggy Stardust í fatnaði frá Kansai Yamamoto.
Bowie sem Ziggy Stardust í fatnaði frá Kansai Yamamoto.

Að sögn dóttur Yamamoto,  Mirai Yamamoto, var fjölskyldan hjá honum á banastundinni og fékk hann friðsælan dauðdaga umvafinn ástvinum.

Yamamoto var þekktur fyrir sköpun sem náði langt út fyrir kyn en hann hannaði einmitt fatnað fyrir hliðarsjálf Bowie, Ziggy Stardust, á sínum tíma. Samstarf þeirra hófst upp úr 1970 og varði í mörg ár.

Kate Moss klæddist samfestingi sem David Bowie (eða Ziggy Stardust) …
Kate Moss klæddist samfestingi sem David Bowie (eða Ziggy Stardust) gerði frægan á áttunda áratugnum. Samfestingurinn var hannaður af Kansai Yamamoto. Skjáskot Stylecaster
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Haltu áfram að leggja að þér við vinnuna og skipulegði þig heima og í vinnunni. Leggðu gamla hluti til hliðar og haltu á vit framtíðarinnar.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Haltu áfram að leggja að þér við vinnuna og skipulegði þig heima og í vinnunni. Leggðu gamla hluti til hliðar og haltu á vit framtíðarinnar.