Bobby Brown minnist látinnar dóttur sinnar

Bobby Brown minntist látinnar dóttur sinnar í fallegri færslu.
Bobby Brown minntist látinnar dóttur sinnar í fallegri færslu. mbl.is/Cover Media

Bandaríski tónlistarmaðurinn Bobby Brown minntist dóttur sinnar Bobbi Kristinu Brown í hugljúfri færslu á sunnudaginn. 

Á sunnudaginn voru liðin fimm ár síðan Bobbi lést, aðeins 22 ára gömul. Hún var dóttir Browns og tónlistarkonunnar Whitney Houston.

Bown birti gamla mynd af dóttur sinni og skrifaði undir hana: „Það er engin leið til að útskýra hversu mikið ég sakna þín, litla stelpan mín. Þú ert í hjarta mínu alla daga, pabbi elskar þig.“

Bobbi fannst meðvitundarlaus í baðkarinu heima hjá sér í Roswell í Georgíuríki í Bandaríkjunum snemma árs 2015. Hún var í dái í sex mánuði og lést hinn 26. júlí árið 2015. Hún hvílir nú við hlið móður sinnar, Houston, sem lést í febrúar 2012.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson