Söngkona Primal Scream látin

Denise Johnson.
Denise Johnson. Skjáskot

Söngkonan Denise Johnson sem þekktust er fyrir að hafa sungið með hljómsveitinni Primal Scream á plötu þeirra Screamadelica er látin 56 ára að aldri. Dánarorsök hefur ekki verið staðfest en fjölskylda hennar segir að hún hafi látist skyndilega eftir veikindi. 

Margir úr tónlistarheiminum hafa heiðrað minningu hennar á samfélagsmiðlum, meðal annars hljómsveitarmeðlimir Primal Scream og Joy Division.

Stutt er síðan Johnson tilkynnti um nýja plötu sem til stæði að gefa út í september. Johnson átti að baki farsælan feril í tónlistarheiminum og hafði starfað með þekktum hljómsveitum á borð við Primal Scream, The Pet Shop Boys og New Order.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson