78 ára Stewart vissi vel að hún væri sexí

Martha Stewart birti ögrandi mynd af sér í sundi.
Martha Stewart birti ögrandi mynd af sér í sundi. Skjáskot/Instagram

Eldhúsgyðjan Martha Stewart vakti athygli í síðustu viku þegar hún birti ögrandi mynd af sér við sundlaugarbakka. Myndin kom mörgum á óvart enda verður Stewart 79 ára í byrjun ágúst. Stewart er sjálfsörugg og viðurkenndi í viðtali við ET að hún vissi vel hvað hún hefði verið að gera. 

Fylgjendur Stewart á Instagram hrósuðu henni fyrir myndina. Sérstakt hugtak er til á enskri tungu yfir kynþokkafullar myndbirtingar þar sem einstaklingur birtir myndir af sér á samfélagsmiðlum til þess að fullnægja athyglisþörf sinni. Eftir að Stewart heyrði útskýringuna á hugtakinu viðurkenndi hún fúslega að það hefði verið markmiðið. 

„Myndavélin mín var öfug, þú veist, sjálfustilling og ég leit svo vel út. Sólin skein á andlit mitt,“ sagði Stewart sem hugsaði með sér að hún liti vel út. „Svo ég tók myndina. Hún leit vel út.“

Stewart er ekki óvön að sitja fyrir en áður en hún stofnaði viðskiptaveldi sitt starfaði hún sem fyrirsæta. Til þess að halda í unglegt útlit mælir Stewart með því að borða vel, æfa vel, stunda garðyrkju og klífa fjöll. 

„Ég kleif Kilimanjaro, í guðanna bænum. Ég fór upp í Himalajafjöllin. Þú verður að gera eitthvað svoleiðis. Það heldur fólki lifandi og ungu og er mikilvægt.“

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sköpunarmáttur þinn er verulega mikill í augnablikinu. En lífið er líka að líta upp og dást að fegurð sköpunarverksins. Taktu lífinu með ró á næstunni.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sköpunarmáttur þinn er verulega mikill í augnablikinu. En lífið er líka að líta upp og dást að fegurð sköpunarverksins. Taktu lífinu með ró á næstunni.