Aflýsa tónleikum á Akranesi vegna veirunnar

Magni Ásgeirsson, söngvari Á móti sól, mun ekki taka lagið …
Magni Ásgeirsson, söngvari Á móti sól, mun ekki taka lagið á Akranesi á laugardagskvöld. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ákveðið hefur verið að fresta öllu tónleikahaldi sem átti að fara fram um verslunarmannahelgina í Gamla Kaupfélaginu á Akranesi vegna óvissuástands í tengslum við fjölda kórónuveirusmita undanfarna daga.

Ljóst er að fyrirhuguðum tónleikum hljómsveitarinnar Á móti sól, sem áttu að fara fram í Gamla Kaupfélaginu á laugardagskvöld, hefur verið aflýst.

Ekkert er verðmætara en heilsan, förum varlega,“ segir meðal annars í Facebook-færslu Gamla Kaupfélagsins en hópsmit hefur komið upp á Akranesi.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Haltu áfram að leggja að þér við vinnuna og skipulegði þig heima og í vinnunni. Leggðu gamla hluti til hliðar og haltu á vit framtíðarinnar.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Haltu áfram að leggja að þér við vinnuna og skipulegði þig heima og í vinnunni. Leggðu gamla hluti til hliðar og haltu á vit framtíðarinnar.