Segjast ekki hafa rætt við höfundana

Meghan og Harry áttu ekki góða daga.
Meghan og Harry áttu ekki góða daga. AFP

Í bókinni Finding Freedom er að finna mjög nákvæmar lýsingar úr innsta hring Harry og Meghan. Margir velta fyrir sér hvaðan þær koma en Harry og Meghan segjast ekki hafa hjálpað með neinum hætti.

Bókin kemur út 11. ágúst en birtir hafa verið kaflar úr bókinni í breskum fjölmiðlum. Í bókinni er farið ítarlega yfir atburðarásina sem varð til þess að óhamingja Harry og Meghan innan konungsfjölskyldunnar ágerðist og þau ákváðu að segja sig alfarið frá konunglegum skyldum sínum.

Tveir eða fleiri heimildamenn

Höfundar bókarinnar eru Carolyn Durand og Omid Scobie sem eru fjölmiðlamenn sem hafa sérhæft sig í konungsfjölskyldunni. Margir velta fyrir sér hversu áreiðanlegar heimildirnar eru en svo virðist sem höfundar bókarinnar hafi haft greiðan aðgang að upplýsingum úr innsta hring Harry og Meghan.

Talsmenn Harry og Meghan hafa hins vegar sagt að þau hafi hvorki veitt höfundunum viðtöl né aðstoðað með neinum öðrum hætti. Höfundar eru þó almennt taldir hafa unnið vel úr heimildum sínum og bak við hverja staðhæfingu eru að minnsta kosti tveir eða fleiri áreiðanlegir heimildamenn. Þeir sem hafa lesið bókina segja hana staðfesta það sem vitað var, frekar en að hafa eitthvað nýtt fram að færa. Bókin gefi frekar ákveðna heildarmynd á atburðarásina í kringum „Megxit“.

Vilhjálmur stuðaði Harry

Í upphafi sambands þeirra Harry og Meghan á Vilhjálmur að hafa hvatt bróður sinn til þess að taka eins mikinn tíma og hann þyrfti. Það á að hafa stuðað Harry mjög. Honum fannst bróðir hans gera lítið úr honum og eftir það fjarlægðust þeir mjög.

Illa komið fram við Meghan?

Í bókinni kemur fram að það hvernig tekið var á móti Meghan innan konungsfjölskyldunnar hafi átt hlut að máli í ákvörðun þeirra. Einn úr fjölskyldunni á að hafa kallað hana sýningarstúlku Harrys eða „Harry´s showgirl“, annar á að hafa sagt að henni fylgdi mikill farangur. Um tíma voru Harry og Meghan viss um að einhver innan fjölskyldunnar væri að leka upplýsingum í fjölmiðla. Þá var starfsfólk hallarinnar einnig mjög opinskátt um það hvernig þeim líkaði ekki nógu vel við hana. „Það er eitthvað við hana sem ég treysti ekki,“ á einn að hafa sagt. Þá líkti annar henni við ískrandi þriðja hjól konungshallarinnar. Undir lokin treystu hjónin aðeins örfáum innan hallarinnar.

Drottningin sögð harmi slegin

Drottningin er sögð hafa verið harmi slegin þegar hjónin tilkynntu ákvörðun sína að draga sig að einhverju leyti í hlé frá konunglegum störfum. Að þau yrðu í raun með að „hálfu leyti“ (sem átti svo ekki eftir að verða raunin). Tilkynningin setti drottninguna í afar erfiða stöðu. Ákvörðunin var sett fram á þann hátt að drottningin ætti engra annarra kosta völ en að sætta sig við hana. Hún var þó ekki á sama máli og við tóku erfiðar viðræður um hvaða hlutverk Harry og Meghan gætu átt innan fjölskyldunnar. Að endingu var ákveðið að þau myndu hætta alfarið störfum fyrir konungsfjölskylduna að þremur mánuðum liðnum og hætta að nota konunglega titla sína í markaðssetningu. Það hefur líklega verið töluvert áfall fyrir hjónin þar sem þau höfðu lagt mikið upp úr því að byggja upp merki sitt Sussex Royal og fengið skráð einkaleyfi á því á heimsvísu. 

Kenna Meghan um

Margir kenna Meghan um þessa afdrifaríku ákvörðun. Höfundar bókarinnar segja henni líða sem hún hafi fórnað lífi sínu fyrir konungsfjölskylduna. Í bókinni segir: „Gráti næst sagði hún vinkonu sinni: „Ég fórnaði lífi mínu fyrir þessa fjölskyldu. Ég var reiðubúin til þess að gera hvað sem var. En hér erum við nú. Þetta er mjög dapurlegt.“.“ 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson