Þessi voru sniðgengin af Emmy

Hollywood-leikkonan Reese Witherspoon sýndi víst góðan leik í þáttunum Little …
Hollywood-leikkonan Reese Witherspoon sýndi víst góðan leik í þáttunum Little Fires Everywhere. mbl.is/Evan Agostini/Invision/AP

Búið er að tilkynna tilnefningar til Emmy-verðlaunanna og voru þættir á borð við Watchmen, Killing Eve og Insecure tilnefndir til verðlauna í nokkrum flokkum. Athygli vakti þó að ýmsir hlutu ekki tilnefningu þvert á það sem margir höfðu gert ráð fyrir.

Reese Witherspoon var mjög afkastamikil á tímabilinu bæði sem leikkona og framleiðandi en hún lék í þáttunum Big Little Lies, The Morning Show og Little Fires Everywhere og var framleiðandi þeirra allra. Litið var fram hjá henni sem leikkonu og þættirnir sem hún kom að framleiðslu á hlutu ekki tilnefningar sem bestu þáttaraðirnar en margir telja að hún hefði átt að fá tilnefningu fyrir leik sinn í Little Fires Everywhere. Mótleikkona hennar, Kerry Washington, var hins vegar tilnefnd. Segja margir sem þekkja til að þetta hafi verið fremur köld kveðja til Witherspoon.

Þá þótti það skjóta skökku við að þátturinn The Morning Show hafi hlotið margar tilnefningar án þess þó að fá tilnefningu í flokki bestu dramaþáttaraðar en bæði Jennifer Aniston og Steve Carell eru tilnefnd sem bestu aðalleikarar í dramaþáttaröð. Sama átti við um þættina Black-ish og Westworld. Eins hlaut þátturinn What We Do in the Shadows tilnefningu sem besta gamanþáttaröðin en enginn af leikurum þáttanna var tilnefndur. 

Athygli vakti að Normal People fékk ekki tilnefningu sem besta styttri þáttaröð þrátt fyrir miklar vinsældir og sterkan orðróm þess efnis. Paul Mescal, einn aðalleikaranna, fékk þó sína fyrstu tilnefningu sem besti aðalleikari í styttri þáttaröð.

https://www.mbl.is/folk/frettir/2020/07/28/watchmen_hlaut_fjorar_tilnefningar/

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að leggja þig fram og ná aftur stjórn á hlutunum. Reyndu ekki að vera örlátur heldur beittu almennri skynsemi og verndaðu eigin hagsmuni.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að leggja þig fram og ná aftur stjórn á hlutunum. Reyndu ekki að vera örlátur heldur beittu almennri skynsemi og verndaðu eigin hagsmuni.