100 ára afmæli og jarðarför

Trausti hvílir lúin bein í heimildarmyndinni Hálfur álfur.
Trausti hvílir lúin bein í heimildarmyndinni Hálfur álfur. mbl.is

Kvikmyndagerðarmaðurinn Jón Bjarki Magnússon er gestur kvikmyndahlaðvarpsins að þessu sinni en frumsýna átti heimildarmynd hans, Hálfan álf, á Skjaldborgarhátíðinni um helgina sem nú hefur verið aflýst. Segir í henni af afa hans sem hóf 99 ára að aldri að undirbúa 100 ára afmæli sitt og einnig jarðarför.

Á sama tíma hörfar Hulda, eiginkona hans, inn í heim horfinna ljóða með aðstoð stækkunarglersins síns, eins og því er lýst á vef Skjaldborgar og þegar Trausti brestur í söng skipar hún honum að hætta þessum öskrum.

Hulda einbeitt við lestur með stækkunargler í Hálfum álfi.
Hulda einbeitt við lestur með stækkunargler í Hálfum álfi.

Jón Bjarki tók myndina og framleiddi með Hlín Ólafsdóttur sem hann segir hafa verið sér mikla stoð og styttu í gegnum allt framleiðsluferlið en hún á líka heiðurinn að frumsaminni harmonikkutónlist sem heyrist í myndinni. Auk þess sömdu þeir Teitur Magnússon og Sindri Freyr Steinsson tvö lög fyrir myndina.

Jón Bjarki var beðinn um að útskýra frekar af hverju hann valdi myndinni þennan titil. „Inni í ferlinu miðju finn ég þennan titil og eiginlega þetta þema. Ég lagði ekki upp með að gera einhverja álfamynd, per se. Ég er að fjalla þarna um afa minn og ömmu, þau Trausta Breiðfjörð Magnússon og Huldu Jónsdóttur heitin. Þau voru 99 og 96 ára þegar myndatökur hefjast og afi minn verður svolítið uppteknari af álfum og líka því að hann langar að breyta nafninu sínu í Álfur,“ útskýrir Jón Bjarki og að hann hafi fengið á tilfinninguna eftir því sem á leið að hann væri mögulega hálfur álfur. Jón Bjarki hlær innilega að þessu. 

En hvers vegna hafði afi hans þennan áhuga á álfum? Jón Bjarki segir ömmu hans og afa bæði hafa verið frá Ströndum og að afi hans hafi alist upp við trú að álfar byggju þar. „Ég upplifði það að þetta væri kannski einhver tenging aftur til æskunnar og aftur í þessa veröld og líka þetta - eins og kemur fram í myndinni - að hann dreymdi álf þegar hann var tíu ára sem sagði við hann að hann myndi ekki drukkna á sjó. Hann var því verndaður og vildi sem sagt breyta nafninu sínu. Þetta er svona gegnumgangandi þema í myndinni og verður kannski líka eins konar metafóra fyrir kveðjuna og ferðalagið yfir í handanheiminn,“ segir Jón Bjarki.

Frekari upplýsingar um Hálfan álf má finna á skakbiofilm.com. Viðtalið við Jón Bjarka var tekið áður en ljóst varð að ekki væri hægt að halda Skjaldborgarhátíðina. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson