Enginn mátti horfa á hana

Ellen DeGeneres.
Ellen DeGeneres. AFP

Neil Breen sem stýrði á sínum tíma ástralska sjónvarpsþættinum Australia's Today Show segir upplifun sína af Ellen DeGeneres stórundarlega. Enginn hafi mátt eiga samskipti við hana nema hennar eigið starfsfólk en DeGeneres var gestur þáttarins árið 2013.

Þetta kemur fram í útvarpsviðtali við Breen þar sem hann rifjar upp kynni sín af DeGeneres en DeGeneres hefur sætt töluverðri gagnrýni undanfarið fyrir að fara illa með starfsfólk sitt.

Upphaflega stóð til að DeGeneres myndi stjórna þættinum með Breen en eftir miklar þreifingar starfsfólks hennar var ákveðið að hún yrði í viðtali í Melbourne í stað Sydney og færa þyrfti allt þangað á kostnað þáttarins. Þegar komið var til Melbourne tók á móti þeim mikill fjöldi starfsmanna DeGeneres. Einn framleiðandinn tók Breen til hliðar og sagði honum að enginn mætti tala við DeGeneres. „Þú mátt ekki tala við hana, ekki nálgast hana og ekki horfa á hana,“ sagði hann.

Starfsfólk DeGeneres hafi stjórnað öllu, sætavali, lýsingu og hvernig viðtalið færi fram. Þá hafi þau hlegið svo hátt að bröndurum hennar að hann varð að biðja þau um að hafa hljótt til þess að trufla ekki upptökurnar.

Breen sagðist ekki vita hvort DeGeneres hafi vitað hvað væri á seyði því hann fékk aldrei að tala við hana. „Ég hef ekki hugmynd um hvort hún sé góð manneskja eða ekki. En ég get staðfest að starfsfólkið hennar var stöðugt á tánum gagnvart henni. Við vorum þarna til þess að taka viðtal við hana og kynna störf hennar en við máttum svo ekki horfa á hana? Í alvöru talað!“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson