Skilja eftir fimm ára hjónaband

Tracy Morgan og Megan Wollover skilja eftir 10 ára samband …
Tracy Morgan og Megan Wollover skilja eftir 10 ára samband og fimm ára hjónaband. Skjáskot/Instagram

Leikarahjónin Tracy Morgan og Megan Wollover eru skilin að borði og sæng eftir fimm ára hjónaband. 

„Því miður, eftir næstum því fimm ára hjónaband, höfum við Megan sótt um skilnað. Þetta eru mjög erfiðir tíma fyrir alla og bið ég ykkur um að virða einkalíf okkar,“ sagði Morgan í tilkynningu til fjölmiðla. 

Morgan, sem er hvað best þekktur fyrir hlutverk sitt í þáttunum 30 Rock, og Wollover eiga eina dóttur saman, hina sjö ára gömlu Maven Sonae. Fyrir átti hann synina Gitrid, Malcom og Tracy yngri. 

Þótt Morgan og Wollover hafi bara verið gift í 5 ár voru þau í sambandi í 10 ár. Þau tilkynntu um trúlofun sína á rauða dreglingum á Emmy-verðlaunahátíðinni árið 2012. Þau giftu sig svo í ágúst 2015.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Haltu áfram að leggja að þér við vinnuna og skipulegði þig heima og í vinnunni. Leggðu gamla hluti til hliðar og haltu á vit framtíðarinnar.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Haltu áfram að leggja að þér við vinnuna og skipulegði þig heima og í vinnunni. Leggðu gamla hluti til hliðar og haltu á vit framtíðarinnar.