„Þetta er ekki heimsendir“

Ljótu hálfvitarnir hafa þurft að aflýsa þrennum tónleikum um helgina.
Ljótu hálfvitarnir hafa þurft að aflýsa þrennum tónleikum um helgina. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

„Þetta er súrt en þetta er ekki heimsendir. Það kemur að því seinna að við getum talið í og þá verður bara ennþá meira gaman,“ segir séra Oddur Bjarni Þorkelsson, einn af liðsmönnum hljómsveitarinnar Ljótu hálfvitanna. 

Oddur og hálfvitarnir áttu að spila á þrennum tónleikum um helgina, í Miðgarði annað kvöld, Valaskjálf á laugardaginn og á Græna hattinum á sunnudaginn. Vegna samkomutakmarkana hefur þessum viðburðum verið aflýst.

„Auðvitað er þetta fúlt en aftur á móti erum við ákaflega slakir yfir þessu. Ég meina; það er miklu meira gaman að hafa fjör í fjölmenni en núna er bara tíminn fyrir fólk að hafa gaman í fámenni,“ segir Oddur Bjarni.

Auk þess að syngja með Ljótu hálfvitunum er Oddur Bjarni prestur. Hann segist ekki vera kominn með á hreint hvaða afleiðingar hert samkomubann mun hafa á athafnir á vegum kirkjunnar en það muni skýrast á næstunni.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Haltu áfram að leggja að þér við vinnuna og skipulegði þig heima og í vinnunni. Leggðu gamla hluti til hliðar og haltu á vit framtíðarinnar.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Haltu áfram að leggja að þér við vinnuna og skipulegði þig heima og í vinnunni. Leggðu gamla hluti til hliðar og haltu á vit framtíðarinnar.