Ekki búið saman í eitt ár

Erfiðleikar í hjónabandinu.
Erfiðleikar í hjónabandinu. AFP

Heimildir herma að Kim Kardashian og Kanye West hafi ekki búið undir sama þaki í eitt ár. West er sagður hafa dvalið að mestu leyti á búgarði sínum í Wyoming og Kim heimsótt hann einu sinni í mánuði með börnin. West líkar betur lífið í Wyoming og telur það betri stað til þess að sinna tónlistinni. Hann hefur ýjað að því á Twitter að hann vilji að fjölskylda hans flytji til sín. 

Hjónabandið hefur verið undir miklu álagi upp á síðkastið sérstaklega eftir að West tilkynnti framboð sitt til forseta Bandaríkjanna. Þau hafa fjarlægst hvort annað mjög og Kardashian telur það ekki gott fyrir börnin að vera í kringum hann núna. „Henni finnst hún milli steins og sleggju. Hún elskar West en veit bara ekki í hvorn fótinn hún á að stíga,“ segja heimildarmenn.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ást er að viðurkenna sjálfan sig og aðra. Láttu ekki smáatriðin villa þér sýn varðandi heildarlausn mála. Hugur þinn er skarpur og þolinmóður og þú setur markið hátt.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ást er að viðurkenna sjálfan sig og aðra. Láttu ekki smáatriðin villa þér sýn varðandi heildarlausn mála. Hugur þinn er skarpur og þolinmóður og þú setur markið hátt.