Ekki búið saman í eitt ár

Erfiðleikar í hjónabandinu.
Erfiðleikar í hjónabandinu. AFP

Heimildir herma að Kim Kardashian og Kanye West hafi ekki búið undir sama þaki í eitt ár. West er sagður hafa dvalið að mestu leyti á búgarði sínum í Wyoming og Kim heimsótt hann einu sinni í mánuði með börnin. West líkar betur lífið í Wyoming og telur það betri stað til þess að sinna tónlistinni. Hann hefur ýjað að því á Twitter að hann vilji að fjölskylda hans flytji til sín. 

Hjónabandið hefur verið undir miklu álagi upp á síðkastið sérstaklega eftir að West tilkynnti framboð sitt til forseta Bandaríkjanna. Þau hafa fjarlægst hvort annað mjög og Kardashian telur það ekki gott fyrir börnin að vera í kringum hann núna. „Henni finnst hún milli steins og sleggju. Hún elskar West en veit bara ekki í hvorn fótinn hún á að stíga,“ segja heimildarmenn.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Safnaðu saman öllum bestu hugmyndunum þínum, og æfðu sölukynningu á þeim. Afrek þín munu tala fyrir sig sjálf - að lokum.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Safnaðu saman öllum bestu hugmyndunum þínum, og æfðu sölukynningu á þeim. Afrek þín munu tala fyrir sig sjálf - að lokum.