Ellen DeGeneres biðst afsökunar

Ellen Degeneres.
Ellen Degeneres. mbl.isAFP

Ellen DeGeneres hefur nú í fyrsta skipti tjáð sig um erfiðleikana sem ríkt hafa í kringum spjallþáttinn hennar.

Í bréfi til starfsmanna sinna axlar hún ábyrgð á stöðunni sem upp er komin en að hún hafi ekki náð að fylgja öllum málum eftir á síðustu árum og treyst á að aðrir sinntu sínum störfum eins og til var ætlast. „Augljóslega gerðu sumir það ekki ... Það mun nú breytast og ég er staðráðin í að tryggja að þetta gerist ekki aftur.“

Hvorki DeGeneres né Warner Bros hafa látið uppi hver örlög umdeildra starfsmanna þáttarins verða. Talið er þó víst að Ed Galvin, sem hefur hlotið hvað mesta gagnrýni, verði látinn fara. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Kipptu þér ekki upp við það þótt einhver spyrji þig spjörunum út úr því þú hefur hreina samvisku. Líttu á minningar sem munað - smakkaðu á nokkrum en ekki missa damp.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Kipptu þér ekki upp við það þótt einhver spyrji þig spjörunum út úr því þú hefur hreina samvisku. Líttu á minningar sem munað - smakkaðu á nokkrum en ekki missa damp.