Elton John fagnar 30 ára edrúafmæli

Elton John hefur verið edrú í 30 ár.
Elton John hefur verið edrú í 30 ár. AFP

Breski tónlistarmaðurinn sir Elton John hefur verið edrú í 30 ár. Elton fagnaði áfanganum í gær og segir að ef hann hefði ekki stigið þetta stóra skref væri hann látinn í dag. 

„Hef fengið svo falleg kort, blóm og peninga frá sonum mínum, David, fólki í samfélaginu, starfsfólki á skrifstofunni og á heimili okkar. Ég er virkilega heppinn maður. Ef ég hefði ekki loksins tekið stóra skrefið og beðið um hjálp fyrir 30 árum væri ég dáinn,“ skrifaði Elton í færslu sinni.

Elton hefur talað opinberlega um áfengis- og vímuefnafíkn sína í gegnum árin og hvernig það var að segja skilið við vímuefnin. Í ævisögukvikmyndinni Rocketman sem kom út á síðasta ári er fjallað um upphafsár Eltons í bransanum þar sem fíknin lék stórt hlutverk. 

„Það er eins og að vera endurfæddur þegar þú kemur úr meðferð. Maður er svo berskjaldaður. Það er eins og að byrja lífið með nýjan leiðarvísi. Ég hræddist það mjög að geta ekki lifað lífinu aftur,“ sagði Elton í viðtali við Variety á síðasta ári.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson