Eyþór Ingi og Lay Low í eina sæng

Eyþór Ingi og Lay Low ákváðu að gera lag í …
Eyþór Ingi og Lay Low ákváðu að gera lag í samkomubanninu í vor. Samsett mynd

Eyþór Ingi Gunnlaugsson og Lovísa Elísabet Sigrúnardóttir, betur þekkt sem Lay Low, hafa sent frá sér glænýtt lag sem heitir „Aftur heim til þín“. Þetta er í fyrsta skipti sem þau sameina krafta sína og gefa út lag saman.

„Við Lay Low þekkjumst en höfum aldrei spilað saman fyrr en nú. Við kynntumst raunar í gegnum sameiginlegan vin okkar Ragnar Bjarnason heitinn. Ég og Lay Low ræddum það stundum að gera tónlist saman en segja má að aðgerðaleysið í samkomubanninu í vor hafi ýtt okkur af stað. Við ákváðum að sameina krafta okkar og við erum mjög sátt með lagið. Þetta er búið að vera skemmtilegur undirbúningur og það er gaman að vinna með henni í þessu verkefni. Vinkona mín Nína Richter samdi textann og einnig grunninn að laginu ásamt æskuvini mínum Baldri Hjörleifssyni en ég og Lay Low tókum það svo lengra.

Við ákváðum að frumsýna lagið nú fyrir verslunarmannahelgina og sérstaklega í ljósi frétta um að nú á að herða aftur aðgerðir vegna Covid-19. Titill lagsins passar kannski vel miðað við ástandið þessa dagana. Það eru allir að fara heim aftur,“ segir Eyþór Ingi.

Hann segir að lagið fjalli eiginlega um ferðalag sem einstaklingur þarf oft að fara í og samband hans við aðra manneskju eða fjölskyldu. Jafnvel hreinlega bara í sjálfinu. „Maður tapar stundum áttum á lífsins ferðalagi og þá er svo gott að hafa endastöðina aftur heima. Heima er best eins og þar segir og það er bara þannig. Eftir átta daga sorgir og sárleg vonbrigði kem ég aftur heim til þín – ég flý vetur inn til þín. Þarna er sungið um norður, suður, austur og vestur og raunar um allan tilfinningaskalann,“ segir Eyþór Ingi. Hann bætir við að lagið sé tilvalið fyrir byrjendur á gítar og hvetur fólk til að spreyta sig á laginu og syngja auk þess með. Hljómar og texti eru inn á gitargrip.is.

Nú hefur tónleikum og ýmsum skemmtunum verið frestað í ljósri herta aðgerða vegna Covid-19. Eyþór Ingi átti að spila á Innipúkanum og á tónleikunum í Sjálandinu nú um helgina en báðum viðburðum hefur verið frestað um óákveðinn tíma. „Þetta setur auðvitað strik í reikninginn hjá mér sem og flestum tónlistarmönnum. Það er verið að skoða málin með þessa tvo viðburði og auðvitað mun fleiri. Það verður svo bara að koma í ljós hvernig leysist úr þessu,“ segir Eyþór Ingi. 

Þetta er fyrsta lag Eyþors Inga og Lay low saman. …
Þetta er fyrsta lag Eyþors Inga og Lay low saman. Þess ber að geta til gamans að cover myndin er hönnuð og unnin af Lay Low sjálfri. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert fær um að afla þér tekna með því einu að opna munninn. Fólk tekur mikið mark á ráðum þínum. Láttu þér því hvergi bregða heldur haltu þínu striki.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert fær um að afla þér tekna með því einu að opna munninn. Fólk tekur mikið mark á ráðum þínum. Láttu þér því hvergi bregða heldur haltu þínu striki.