Heima með Helga Björns

Helgi Björnsson og Reiðmenn vindanna verða með verslunarmannahelgarútgáfu af Heima …
Helgi Björnsson og Reiðmenn vindanna verða með verslunarmannahelgarútgáfu af Heima með Helga á bæði laugardags- og sunnudagskvöldið.

Nú klukkan 20:00 verður Helgi Björns með verslunarmannahelgarútgáfu af Heima með Helga, sem hann byrjaði með í gegnum skemmtanabannið í vetur og vor. Eins og áður er það leyndarmál hverjir eru gestir Helga í þessari tveggja daga seríu en þátturinn verður í beinni útsendingu frá Hlégarði í Mosfellsbæ laugardags- og sunnudagskvöld milli 20:00 og 21:30.

Tónleikarnir verða í beinni útsendingu í sjónvarpi Símans og hér á mbl.is

Það eru sem fyrr Reiðmenn vindanna sem fylgja Helga í hlað og koma öskuglaðir heim. Þá verður álfadrottningin Vilborg Halldórsdóttir á sínum stað.

„Við ætlum að grilla fyrir bandið og gera smá sumarhátíð út úr þessu fyrir okkur. Það er tilhlökkun í hjörtum okkar að hitta þjóðina aftur, gleðjast og syngja saman,“ segir Helgi sem hlotið hefur mikið lof og þakklæti fyrir útsendingarnar í vor.  

Reiðmenn vindana eru: 
Ingólfur Sigurðsson trommur
Stefán Magnússon gítar
Ingi Björn Ingason bassi 
Hrafn Thoroddsen gítar og píanó 
Þorvaldur Þór Þorvaldsson trommur og ásláttur 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú er heppilegur tími til að binda ný vinabönd ef áhugi er fyrir hendi. Sýndu fólki að þú kunnir að meta það sem gert er fyrir þig og gakktu glaður að hverju verki.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú er heppilegur tími til að binda ný vinabönd ef áhugi er fyrir hendi. Sýndu fólki að þú kunnir að meta það sem gert er fyrir þig og gakktu glaður að hverju verki.