Heima með Helga Björns

Helgi Björnsson og Reiðmenn vindanna verða með verslunarmannahelgarútgáfu af Heima …
Helgi Björnsson og Reiðmenn vindanna verða með verslunarmannahelgarútgáfu af Heima með Helga á bæði laugardags- og sunnudagskvöldið.

Nú klukkan 20:00 verður Helgi Björns með verslunarmannahelgarútgáfu af Heima með Helga, sem hann byrjaði með í gegnum skemmtanabannið í vetur og vor. Eins og áður er það leyndarmál hverjir eru gestir Helga í þessari tveggja daga seríu en þátturinn verður í beinni útsendingu frá Hlégarði í Mosfellsbæ laugardags- og sunnudagskvöld milli 20:00 og 21:30.

Tónleikarnir verða í beinni útsendingu í sjónvarpi Símans og hér á mbl.is

Það eru sem fyrr Reiðmenn vindanna sem fylgja Helga í hlað og koma öskuglaðir heim. Þá verður álfadrottningin Vilborg Halldórsdóttir á sínum stað.

„Við ætlum að grilla fyrir bandið og gera smá sumarhátíð út úr þessu fyrir okkur. Það er tilhlökkun í hjörtum okkar að hitta þjóðina aftur, gleðjast og syngja saman,“ segir Helgi sem hlotið hefur mikið lof og þakklæti fyrir útsendingarnar í vor.  

Reiðmenn vindana eru: 
Ingólfur Sigurðsson trommur
Stefán Magnússon gítar
Ingi Björn Ingason bassi 
Hrafn Thoroddsen gítar og píanó 
Þorvaldur Þór Þorvaldsson trommur og ásláttur 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að leggja þig fram og ná aftur stjórn á hlutunum. Reyndu ekki að vera örlátur heldur beittu almennri skynsemi og verndaðu eigin hagsmuni.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að leggja þig fram og ná aftur stjórn á hlutunum. Reyndu ekki að vera örlátur heldur beittu almennri skynsemi og verndaðu eigin hagsmuni.